Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 19:16 Tvær af MAX-vélum Icelandair við flugskýli á Keflavíkurflugvelli.. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær. Vísir/KMU. Iclandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. Félagið hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en áður hafði það reiknað með að geta tekið vélarnar í notkun í janúar. Því hefur verið nú frestað um mánuð. „Þessi ákvörðun hefur lítil áhrif á flugáætlun félagsins í vetur sem þegar hefur verið kynnt,“ segir í tilkynningunni. „Eins og við höfum áður sagt, teljum við ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrir lok þessa árs. Við viljum hins vegar lágmarka áhrif á farþega okkar og framlengja þetta tímabil með góðum fyrirvara, enda gott svigrúm hjá okkur á þessum árstíma að nýta aðrar vélar í flotanum hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningunni. MAX-vélarnar hafa sem kunnugt er verið í flugbanni í rúmlega hálft ár eftir tvö mannskæð flugslys. Boeing vinnur nú að endurbótum á flugvélinni svo hægt verði að afnema flugbannið. „Félagið heldur áfram að fylgjast með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Nú fer fram yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóða flugmálayfirvöldum með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur,“ segir í tilkynningunni.Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa þegar náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna fyrr á árinu. Í tilkynningunni segir að áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa yfir. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Iclandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. Félagið hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en áður hafði það reiknað með að geta tekið vélarnar í notkun í janúar. Því hefur verið nú frestað um mánuð. „Þessi ákvörðun hefur lítil áhrif á flugáætlun félagsins í vetur sem þegar hefur verið kynnt,“ segir í tilkynningunni. „Eins og við höfum áður sagt, teljum við ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrir lok þessa árs. Við viljum hins vegar lágmarka áhrif á farþega okkar og framlengja þetta tímabil með góðum fyrirvara, enda gott svigrúm hjá okkur á þessum árstíma að nýta aðrar vélar í flotanum hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningunni. MAX-vélarnar hafa sem kunnugt er verið í flugbanni í rúmlega hálft ár eftir tvö mannskæð flugslys. Boeing vinnur nú að endurbótum á flugvélinni svo hægt verði að afnema flugbannið. „Félagið heldur áfram að fylgjast með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Nú fer fram yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóða flugmálayfirvöldum með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur,“ segir í tilkynningunni.Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa þegar náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna fyrr á árinu. Í tilkynningunni segir að áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa yfir.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46
Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30