Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2019 17:58 Hæstiréttur ákveður nú sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir. Fréttablaðið/Eyþór Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, eins fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. RÚV greinir frá.Landsrétturhafði áður dæmt Gísla 2,5 milljónirí skaðabætur vegna málsins en hann höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum.Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi.Í málskotsbeiðni Gísla til Hæstaréttar,sem lesa má á vef Hæstaréttar, kemur fram að hann telji að úrslit málsins munu hafa verulegt almennt gildi, ekki síst hvað varði mörk leyfilegar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum en um slíkt sé ekki að finna fordæmi í dómum Hæstaréttar.Þá reyni einnig á í málinu við hvaða aðstæður megi dæma bætur, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem málskotsbeiðnin er byggð á, féllst Hæstiréttur því á málskotsbeiðni Gísla. Dómsmál Tengdar fréttir Menn hafa vikið fyrir minna en mistökin í Aserta-málinu Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið harðlega fyrir framgöngu sína í Aserta-málinu og segir menn hafa sagt af sér fyrir minna. 28. febrúar 2016 13:35 Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Verjandi í Aserta máli telur að embætti ríkissaksóknara hafi haldið lífi í málinu af tilefnislausu með því að bíða í fjórtán mánuði með að falla frá áfrýjun. 23. febrúar 2016 21:30 Bætur vegna Aserta-málsins Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag dæmt til að greiða Gísla Reynissyni, fyrrverandi starfsmanni Straums fjárfestingabanka, 1,4 milljónir króna í bætur vegna rannsóknaraðgerða í Aserta-málinu svokallaða. 4. október 2018 07:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Vísað frá dómi Hæstiréttur staðfesti í gær að vísa frá máli Gísla Reynissonar, eins fjórmenninganna sem ákærðir voru í Aserta-málinu svonefnda, gegn ríkissaksóknara. 21. desember 2018 08:30 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, eins fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. RÚV greinir frá.Landsrétturhafði áður dæmt Gísla 2,5 milljónirí skaðabætur vegna málsins en hann höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum.Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi.Í málskotsbeiðni Gísla til Hæstaréttar,sem lesa má á vef Hæstaréttar, kemur fram að hann telji að úrslit málsins munu hafa verulegt almennt gildi, ekki síst hvað varði mörk leyfilegar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum en um slíkt sé ekki að finna fordæmi í dómum Hæstaréttar.Þá reyni einnig á í málinu við hvaða aðstæður megi dæma bætur, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem málskotsbeiðnin er byggð á, féllst Hæstiréttur því á málskotsbeiðni Gísla.
Dómsmál Tengdar fréttir Menn hafa vikið fyrir minna en mistökin í Aserta-málinu Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið harðlega fyrir framgöngu sína í Aserta-málinu og segir menn hafa sagt af sér fyrir minna. 28. febrúar 2016 13:35 Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Verjandi í Aserta máli telur að embætti ríkissaksóknara hafi haldið lífi í málinu af tilefnislausu með því að bíða í fjórtán mánuði með að falla frá áfrýjun. 23. febrúar 2016 21:30 Bætur vegna Aserta-málsins Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag dæmt til að greiða Gísla Reynissyni, fyrrverandi starfsmanni Straums fjárfestingabanka, 1,4 milljónir króna í bætur vegna rannsóknaraðgerða í Aserta-málinu svokallaða. 4. október 2018 07:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Vísað frá dómi Hæstiréttur staðfesti í gær að vísa frá máli Gísla Reynissonar, eins fjórmenninganna sem ákærðir voru í Aserta-málinu svonefnda, gegn ríkissaksóknara. 21. desember 2018 08:30 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Menn hafa vikið fyrir minna en mistökin í Aserta-málinu Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið harðlega fyrir framgöngu sína í Aserta-málinu og segir menn hafa sagt af sér fyrir minna. 28. febrúar 2016 13:35
Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Verjandi í Aserta máli telur að embætti ríkissaksóknara hafi haldið lífi í málinu af tilefnislausu með því að bíða í fjórtán mánuði með að falla frá áfrýjun. 23. febrúar 2016 21:30
Bætur vegna Aserta-málsins Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag dæmt til að greiða Gísla Reynissyni, fyrrverandi starfsmanni Straums fjárfestingabanka, 1,4 milljónir króna í bætur vegna rannsóknaraðgerða í Aserta-málinu svokallaða. 4. október 2018 07:30
Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15
Vísað frá dómi Hæstiréttur staðfesti í gær að vísa frá máli Gísla Reynissonar, eins fjórmenninganna sem ákærðir voru í Aserta-málinu svonefnda, gegn ríkissaksóknara. 21. desember 2018 08:30