Missti dekkið undan bílnum eftir dekkjaskipti Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 07:04 Mikilvægt að festa dekkin vel. Ökumaður varð fyrir því óláni að missa annað framdekkið undan bifreið sinni á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu hafði maðurinn nýlega farið með bílinn í dekkjaskipti en svo virðist sem eitthvað hafi misfarist þegar nagladekkin voru fest á bifreiðina. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað tjón hafi orðið á bílnum við það að missa dekkið í miðjum akstri, en bifreiðin var flutt með dráttarbifreið á næsta dekkjaverkstæði. Ökumaðurinn var auk þess heill heilsu og segist lögreglan hafa aðstoðað hann heim til sín. Lögreglan segir fjölda annarra mála hafa komið inn á sitt borð í gærkvöldi og nótt. Til að mynda segist hún hafa haft „ítrekuð afskipti“ af manni sem ráfaði inn í hús og gistiheimili í Fossvogi og lagðist þar til svefns. Maðurinn á að hafa verið í nokkuð annarlegu ástandi og segist lögreglan hafa flutt hann í fangaklefa þar sem maðurinn hefur dvalið í nótt. Tvö innbrot voru jafnframt framin í miðborginni í nótt, annars vegar var brotist inn í fyrirtæki og hins vegar heimili. Ekki er vitað hverju var stolið í báðum tilfellum en öryggisvörður segist hafa séð tvo menn hlaupa frá heimilinu. Grunur leikur á að þar hafi innbrotsþjófarnir verið þar á ferð og er þeirra nú leitað. Aukinheldur var tilkynnt um tvö þjófnaðarmál í Breiðholti í gærkvöldi. Þannig er unglingur sagður hafa leyft ókunnugum mönnum að nota farsímann sinn, sem fór ekki betur en svo að þeir hlupu á brott eftir að hafa fengið símann í hendurnar. Lögreglumenn höfðu hendur í hári þjófanna síðar, í tengslum við annað mál að sögn lögreglu. Tveir menn eru jafnframt sagðir hafa veist að þeim þriðja á göngustíg í Breiðholti og krafist úlpu, peninga og síma. Maðurinn náði að komast undan án þess að afhenda eigur sínar að sögn lögreglu, sem segist jafnframt hafa fundið árásarmennina síðar um kvöldið. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Ökumaður varð fyrir því óláni að missa annað framdekkið undan bifreið sinni á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu hafði maðurinn nýlega farið með bílinn í dekkjaskipti en svo virðist sem eitthvað hafi misfarist þegar nagladekkin voru fest á bifreiðina. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað tjón hafi orðið á bílnum við það að missa dekkið í miðjum akstri, en bifreiðin var flutt með dráttarbifreið á næsta dekkjaverkstæði. Ökumaðurinn var auk þess heill heilsu og segist lögreglan hafa aðstoðað hann heim til sín. Lögreglan segir fjölda annarra mála hafa komið inn á sitt borð í gærkvöldi og nótt. Til að mynda segist hún hafa haft „ítrekuð afskipti“ af manni sem ráfaði inn í hús og gistiheimili í Fossvogi og lagðist þar til svefns. Maðurinn á að hafa verið í nokkuð annarlegu ástandi og segist lögreglan hafa flutt hann í fangaklefa þar sem maðurinn hefur dvalið í nótt. Tvö innbrot voru jafnframt framin í miðborginni í nótt, annars vegar var brotist inn í fyrirtæki og hins vegar heimili. Ekki er vitað hverju var stolið í báðum tilfellum en öryggisvörður segist hafa séð tvo menn hlaupa frá heimilinu. Grunur leikur á að þar hafi innbrotsþjófarnir verið þar á ferð og er þeirra nú leitað. Aukinheldur var tilkynnt um tvö þjófnaðarmál í Breiðholti í gærkvöldi. Þannig er unglingur sagður hafa leyft ókunnugum mönnum að nota farsímann sinn, sem fór ekki betur en svo að þeir hlupu á brott eftir að hafa fengið símann í hendurnar. Lögreglumenn höfðu hendur í hári þjófanna síðar, í tengslum við annað mál að sögn lögreglu. Tveir menn eru jafnframt sagðir hafa veist að þeim þriðja á göngustíg í Breiðholti og krafist úlpu, peninga og síma. Maðurinn náði að komast undan án þess að afhenda eigur sínar að sögn lögreglu, sem segist jafnframt hafa fundið árásarmennina síðar um kvöldið.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira