Innlent

Ráðherrar og bankastjórar funda klukkan hálftvö

MYND/GVA

Fundur fjögurra ráðherra ríkisstjórnarinnar með bankastjórum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans verður í Ráðherrabústaðnum klukkan hálftvö.

Eins fram kom í máli forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í gær ákvað ríkisstjórnin að boða þessa aðila á fjármálamarkaði til fundar við sig til þess að leggja á ráðin um ráðstafanir sem draga eiga úr hugsanlegum áhrifum alþjóðlegrar lánsfjárkreppu hér á landi. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og viðskiptaráðherrasitja fundinn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

Reiknað er með að fundurinn standi í um klukkustund og að honum loknum svara ráðherrar og bankastjórar spurningum blaðamanna. Forsætisráðherra sagði einnig í ræðu sinni í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru reiðubúnir til þess að fara utan til þess að fjalla um stöðu íslensks efnahagslífs og leiðrétta rangfærslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×