Viðskipti innlent

Afkoma Bakkavarar undir spám

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar.

Hagnaður Bakkavarar nam 11,3 milljónum punda, jafnvirði 1,4 milljarða króna, samanborið við 15,2 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkru undir spám greiningardeilda viðskiptabankanna sem reiknaðist til að hagnaðurinn myndi nema á bilinu 12 til 14 milljónir punda.

Rekstrarhagnaður félagsins nam 39,7 milljónum punda, jafnvirði fimm milljörðum króna, sem er tveimur prósentum minna en á sama tíma í fyrra.

Velta nam hins vegar 375,7 milljónum punda, jafnvirði 47,2 milljörðum króna, sem er 13 prósenta aukning frá þriðja ársfjórðungi í fyrra.

Þá nam hagnaður hluthafa 11,3 milljónum punda á tímabilinu, sem er fjórðungi lægra en í fyrra.

Eiginfjárhlutfall nam 19,4 prósentum samanborið við 18,2 prósent við árslok og nam arðsemi eigin fjár 19,2 prósentum á tímabilinu. Á sama tímabili í fyrra nam arðsemin hins vegar 28,2 prósentum.

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir í tilkynningu frá félaginu, að félagið standi frammi fyrir mjög krefjandi aðstæðum þar sem verð á hráefni hafi haft veruleg áhrif á matvælaframleiðslu. „Þetta kemur skýrt fram í afkomu og sölu félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins. Langtímahorfur Bakkavör Group eru góðar - eftirspurn eftir ferskum tilbúnum matvælum er sífellt að aukast út um allan heim og er félagið vel í stakk búið til að nýta þau tækifæri sem felast í þeirri þróun," segir hann.

Uppgjör Bakkavarar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×