Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2020 06:26 Fámennt á Wall Street í New York í gær. getty Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. BBC segir frá þessu og vísar í tölfræði Johns Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Alls hafa nú verið skráð 245 þúsund kórónuveirusmit í Bandaríkjunum, á eru þau þá orðin fleiri en skráð smit á bæði Spáni og Ítalíu samanlagt. Rúmlega 5.900 manns hafa nú látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum og þar af um 1.500 í New York. Bið í líkbrennslur Bandarískir fjölmiðlar segja að talsverð bið sé eftir þjónustu útfararþjónusta og er bið í líkbrennslur eða að þjónustu í kirkjugörðum nú oft vika, eða jafnvel tvær. Reuters segir frá því að bandarísk yfirvöld kanni nú möguleika til að nýta önnur húsnæði sem líkhús þar sem þau sem fyrir eru duga ekki til. Þá hafa líkbrennslur lengt vinnudaga starfsfólks til að mæta aukinni eftirspurn. Beri trefla eða buff fyrir vitum Spálíkön bandaríska yfirvalda gera ráð fyrir að milli 100 þúsund og 240 þúsund Bandaríkjamanna komi að deyja af völdum Covid-19, jafnvel þó að reglum um samkomubann verði fylgt. Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, beindi því til borgarbúa í gær að bera trefla, buff eða þá annað fyrir munn þegar það er innan um annað fólk, allt í þeim tilgangi að draga úr útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05 Demókratar fresta landsfundi sínum vegna faraldursins Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí. 2. apríl 2020 16:55 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. BBC segir frá þessu og vísar í tölfræði Johns Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Alls hafa nú verið skráð 245 þúsund kórónuveirusmit í Bandaríkjunum, á eru þau þá orðin fleiri en skráð smit á bæði Spáni og Ítalíu samanlagt. Rúmlega 5.900 manns hafa nú látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum og þar af um 1.500 í New York. Bið í líkbrennslur Bandarískir fjölmiðlar segja að talsverð bið sé eftir þjónustu útfararþjónusta og er bið í líkbrennslur eða að þjónustu í kirkjugörðum nú oft vika, eða jafnvel tvær. Reuters segir frá því að bandarísk yfirvöld kanni nú möguleika til að nýta önnur húsnæði sem líkhús þar sem þau sem fyrir eru duga ekki til. Þá hafa líkbrennslur lengt vinnudaga starfsfólks til að mæta aukinni eftirspurn. Beri trefla eða buff fyrir vitum Spálíkön bandaríska yfirvalda gera ráð fyrir að milli 100 þúsund og 240 þúsund Bandaríkjamanna komi að deyja af völdum Covid-19, jafnvel þó að reglum um samkomubann verði fylgt. Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, beindi því til borgarbúa í gær að bera trefla, buff eða þá annað fyrir munn þegar það er innan um annað fólk, allt í þeim tilgangi að draga úr útbreiðslu veirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05 Demókratar fresta landsfundi sínum vegna faraldursins Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí. 2. apríl 2020 16:55 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12
Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05
Demókratar fresta landsfundi sínum vegna faraldursins Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí. 2. apríl 2020 16:55