Innlent

Ingibjörg Sólrún setti Bridgehátíðina 2008

Björgólfur Jóhannsson opnaði nýja heimasíðu.
Björgólfur Jóhannsson opnaði nýja heimasíðu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra setti Bridgehátíðina 2008, Icelandair Open, á Hótel Loftleiðum klukkan 19 í kvöld, fimmtudagskvöldið 14. febrúar.

Keppni í tvímenningi er nú hafin og fer fram í kvöld og á morgun, á annað hundrað pör taka þátt. Sveitakeppni fer fram um helgina en tæplega sjötíu lið munu etja þar kappi.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, opnaði nýja og glæsilega heimasíðu mótsins í kvöld, en þar verða úrslit mótsins birt jafnóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×