Innlent

Starfsmenn Reykjanesbæjar fá hvatagreiðslur á árinu

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. MYND/GVA

Rúmar 35 milljónir verða lagðar til aukalega í launagreiðslur til starfsmanna Reykjanesbæjar á þessu ári vegna aukins álags á þá samfara mikilli fjölgun íbúa bæjarins. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs.

Fram kemur í tilkynningu frá bænum að um hvatagreiðslur sé að ræða og verða þær greiddar einu sinni eða tvisvar sinnum á árinu, þ.e. 1. maí og 1. nóvember.

Það verður í höndum forstöðumanna stofnana að úthluta þessum greiðslum og eiga þeir að hafa til hliðsjónar mat á frammistöðu starfsmanns á liðnu ári, fjarvistir vegna veikinda, frumkvæði og gæði þjónustu.

Samkvæmt ákvörðun bæjaryfirvalda fá ófaglærðir starfsmenn í launaflokki 122 20 þúsund krónur í maí og 50 þúsund í nóvember. Aðrir starfsmenn, fyrir utan stjórnendur fá tíu þúsund í maí og 20 þúsund í nóvember. Enn fremur fá leikskólakennarar og grunnskólakennarar 85 þúsund krónur 1. maí. Í öllum tilvikum er miðað við 100 prósenta starfshlutfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×