Innlent

Björn ræddi fjölmiðla á Hólahátíð

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, gerði fjölmiðla að umtalsefni sínu á Hólahátíð í gær, þar sem hann hélt ræðu í fjarveru Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Björn sagði fjölmiðla draga stjórnmálamenn í dilka eftir því hvað þjónaði hagsmunum þeirra. Þá sagði hann dæmi um að fjölmiðlar leggðu í einelti einstaklinga sem væru þeim eða eigendum þeirra ósammála. Stundum virtist styrkur í umræðum ráðast af aðferðunum sem beitt væri til þess að sverta andstæðinginn og gera lítið úr honum fremur en rökum til að halda málstað sínum fram. Þrátt fyrir annmarka fjölmiðla, fór Björn almennt jákvæðum orðum um stöðuna á Íslandi í dag. Hann sagði stjórnmálamenn annarra þjóða oft á tíðum hreinlega eiga erfitt með að trúa lýsingum á hagþróun undanfarinna ára hér á landi. Þá væri íslenska heilbrigðiskerfið á við það besta sem gerðist í heiminum og gróskan í menningarlífi landsins meiri en nokkru sinni fyrr.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×