Innlent

Halldór fagnar ákvörðun Davíðs

Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, fagnar þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar að taka við utanríkisráðuneytinu. Hann segir eðlilegt og nauðsynlegt að oddvitar stjórnarflokkanna gegni þessum embættum. Davíð Oddssson lýsti því yfir á laugardag að hann stefndi að því að taka við utanríkisráðuneytinu þann 15. september en þá verður Halldór Ásgrímsson forsætisrtáðherra. Halldór segist lítast mjög vel á þessa ákvörðun Davíðs og segir það eðlilegt og nauðsynlegt að oddvitar stjórnarflokkanna séu annars vegar í forsætisráðuneytinu og hins vegar í utanríkisráðuneytinu. Hann telur það ekki rétt að Davíð verði einungis tímabundið í stól utanríkisráðherra, heldur gangi hann út frá því að hann muni verða þar áfram svo framarlega sem hann nái fullri heilsu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×