Garcia í forystu á Shell Houston Open 5. apríl 2014 12:29 Sergio Garcia leiðir í Texas. Vísir/Getty Sergio Garcia fór á kostum á öðrum hring Shell Houston Open sem fram fer í Texas en Spánverjinn lék á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann er samtals á 12 höggum undir pari þegar að mótið er hálfnað en í öðru sæti kemur Bandaríkjamaðurinn sterki Matt Kuchar á 11 höggum undir. Nokkrir kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á átta höggum undir pari.Rory McIlroy er með á mótinu að þessu sinni en hann hefur farið rólega af stað og er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo. Phil Mickelson hélt líka áfram að spila vel eftir að hafa þurft að draga sig úr leik vegna meiðsla á Valspar meistaramótinu í síðustu viku en hann er sex undir pari og gæti með góðum hring í dag blandað sér í toppbaráttuna. Á meðan að PGA mótaröðin stoppar í Texas eru allir bestu kvenkylfingar heims samankomnir á Mission Hills vellinum í Kalíforníuríki þar sem fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram, Kraft Nabisco meistaramótið. Þar leiða þær Se Ri Pak og Lexi Thompson eftir tvo hringi en þær eru samtals á sjö höggum undir pari. Thompson spilaði magnað golf í gær og kom inn á 64 höggum eða átta undir pari og verður hún því að teljast líkleg til afreka um helgina. Á eftir þeim kemur Michelle Wie á sex undir en á fimm undir, jafnar í fjórða sæti, eru þær Cristie Kerr og Shanshan Feng. Hin 15 ára gamla Bandaríkjastúlka, Angel Yin, sem var í toppbaráttunni eftir fyrsta hring og vakti mikla athygli áhorfenda lék annan hringinn sjö höggum yfir pari og spilaði sig nánast út úr mótinu. Mikil veisla verður á Golfstöðinni um helgina en sýnt verður beint frá bæði Shell Houston Open og Kraft Nabisco meistaramótinu. Hefst bein útsending frá Texas klukkan 17:00 í dag en klukkan 22:00 hefst bein útsending frá Kraft Nabisco. Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Sergio Garcia fór á kostum á öðrum hring Shell Houston Open sem fram fer í Texas en Spánverjinn lék á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann er samtals á 12 höggum undir pari þegar að mótið er hálfnað en í öðru sæti kemur Bandaríkjamaðurinn sterki Matt Kuchar á 11 höggum undir. Nokkrir kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á átta höggum undir pari.Rory McIlroy er með á mótinu að þessu sinni en hann hefur farið rólega af stað og er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo. Phil Mickelson hélt líka áfram að spila vel eftir að hafa þurft að draga sig úr leik vegna meiðsla á Valspar meistaramótinu í síðustu viku en hann er sex undir pari og gæti með góðum hring í dag blandað sér í toppbaráttuna. Á meðan að PGA mótaröðin stoppar í Texas eru allir bestu kvenkylfingar heims samankomnir á Mission Hills vellinum í Kalíforníuríki þar sem fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram, Kraft Nabisco meistaramótið. Þar leiða þær Se Ri Pak og Lexi Thompson eftir tvo hringi en þær eru samtals á sjö höggum undir pari. Thompson spilaði magnað golf í gær og kom inn á 64 höggum eða átta undir pari og verður hún því að teljast líkleg til afreka um helgina. Á eftir þeim kemur Michelle Wie á sex undir en á fimm undir, jafnar í fjórða sæti, eru þær Cristie Kerr og Shanshan Feng. Hin 15 ára gamla Bandaríkjastúlka, Angel Yin, sem var í toppbaráttunni eftir fyrsta hring og vakti mikla athygli áhorfenda lék annan hringinn sjö höggum yfir pari og spilaði sig nánast út úr mótinu. Mikil veisla verður á Golfstöðinni um helgina en sýnt verður beint frá bæði Shell Houston Open og Kraft Nabisco meistaramótinu. Hefst bein útsending frá Texas klukkan 17:00 í dag en klukkan 22:00 hefst bein útsending frá Kraft Nabisco.
Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira