Erdogan lýsir yfir sigri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2018 22:35 Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, og flokkur hans Réttlætis-og þróunarflokkurinn, hefur lýst yfir sigri í þing- og forsetakosningunum sem fóru fram í dag. Kjörstaðir lokuðu klukkan fimm að staðartíma. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, hefur aftur á móti ekki viðurkennt ósigur því enn hafa ekki öll atkvæði verið talin. Hann bindur vonir sínar við að Erdogan muni ekki ná yfir fimmtíu prósent atkvæða. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin, sem sýndu að Erdogan hefði hlotið 53% talinna atkvæða, lýsti hann yfir sigri og ávarpaði tyrknesku þjóðina: „Þjóðin hefur falið mér að gegna embætti forseta Tyrklands. Ég vona að enginn reyni að varpa skugga á úrslit kosninganna og skaða lýðræðið til að breiða yfir eigin ósigur.“ Ef þetta verður niðurstaðan mun Erdogan halda embætti sínu án þess að til komi önnur umferð til að skera úr á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna. Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa næsta forseta Tyrklands mun meiri völd. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Þá hafa 100.000 opinberir starfsmenn verið reknir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 99 prósent atkvæða verið talin. Erdogan hefur 52,5% þeirra og Ince 31% þeirra, að því er fram kemur á vef Reuters. Tengdar fréttir Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. 23. júní 2018 21:00 Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á mótframbjóðanda sinn Muharrem Ince. 24. júní 2018 16:28 Brugðist við hnökrum í kosningunum í Tyrklandi Myndbönd hafa birst sem virðast sýna fjölda fólks í sama kjörklefa. 24. júní 2018 11:31 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, og flokkur hans Réttlætis-og þróunarflokkurinn, hefur lýst yfir sigri í þing- og forsetakosningunum sem fóru fram í dag. Kjörstaðir lokuðu klukkan fimm að staðartíma. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, hefur aftur á móti ekki viðurkennt ósigur því enn hafa ekki öll atkvæði verið talin. Hann bindur vonir sínar við að Erdogan muni ekki ná yfir fimmtíu prósent atkvæða. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin, sem sýndu að Erdogan hefði hlotið 53% talinna atkvæða, lýsti hann yfir sigri og ávarpaði tyrknesku þjóðina: „Þjóðin hefur falið mér að gegna embætti forseta Tyrklands. Ég vona að enginn reyni að varpa skugga á úrslit kosninganna og skaða lýðræðið til að breiða yfir eigin ósigur.“ Ef þetta verður niðurstaðan mun Erdogan halda embætti sínu án þess að til komi önnur umferð til að skera úr á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna. Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa næsta forseta Tyrklands mun meiri völd. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Þá hafa 100.000 opinberir starfsmenn verið reknir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 99 prósent atkvæða verið talin. Erdogan hefur 52,5% þeirra og Ince 31% þeirra, að því er fram kemur á vef Reuters.
Tengdar fréttir Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. 23. júní 2018 21:00 Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á mótframbjóðanda sinn Muharrem Ince. 24. júní 2018 16:28 Brugðist við hnökrum í kosningunum í Tyrklandi Myndbönd hafa birst sem virðast sýna fjölda fólks í sama kjörklefa. 24. júní 2018 11:31 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. 23. júní 2018 21:00
Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á mótframbjóðanda sinn Muharrem Ince. 24. júní 2018 16:28
Brugðist við hnökrum í kosningunum í Tyrklandi Myndbönd hafa birst sem virðast sýna fjölda fólks í sama kjörklefa. 24. júní 2018 11:31