Lífið

Slæm vika fyrir starfsfólk Trump: „Ekki séns maður, ég hata hvað þú ert að gera Bandaríkjunum“

Bergþór Másson skrifar
Seth Rogen og Stephen Colbert.
Seth Rogen og Stephen Colbert. YouTube
Starfsfólk Bandaríkjaforsetans Donald Trump hafa verið opinberlega niðurlægð upp á síðkastið fyrir það eitt að tilheyra starfsliði forsetans. Í þessari viku hafa bæði Kirstjen Nielsen, heimavarnarmálaráðherra, og Sarah Sanders, talskona Hvíta Hússins, verið reknar út af sitt hvorum veitingastaðnum. Nú bætist Paul Ryan, forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, við í hópinn en Seth Rogen þvertók fyrir það að sitja fyrir með honum á „sjálfu“. 

Síðustu vikur hefur Donald Trump og starfsfólk hans verið áberandi í heimsfréttunum vegna umdeildrar og harðneskjulegrar stefnu í innflytjendamálum.

Sjá einnig:

Óvíst hvað verður um börnin

Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum

Eins og Vísir fjallaði um í gær sat Sarah Sanders inni á veitingastað þegar eigandi staðarins bað hana um að yfirgefa staðinn vegna starfa sinna fyrir Donald Trump.

Sömu sögu má segja um Kirstjen Nielsen, en Vísir fjallaði einnig um það þegar mótmælendur gerðu hróp að henni er hún sat og borðaði á mexíkóskum veitingastað.

Grínistinn Seth Rogen var gestur í spjallþætti Stephen Colberts á föstudaginn þar sem hann sagði frá vandræðalegum orðaskiptum sínum við Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings.

Þá hafði Ryan beðið hann um sjálfu er þeir rákust á hvorn annan á ráðstefnu. Rogen svaraði sjálfubeiðninni: „Ekki séns maður, ég hata hvað þú ert að gera Bandaríkjunum, og ég tel dagana þangað til að þú verðir valdalaus.“

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Rogen segir frá uppákomunni.


Tengdar fréttir

Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar

Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.