Hamren: Sagði við hann að þetta þyrfti að koma frá hjartanu Anton Ingi Leifsson skrifar 24. ágúst 2018 21:00 Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Ísland mætir bæði Belgíu og Sviss síðar í mánuðinum. Athygli vakti að Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann hefur lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Erik segir hann mikilvægan hópnum. „Hann er ekki alveg tilbúinn að byrja leikinn og spila í 90 mínútur en hann getur leikið 15-20 mínútur,” sagði Hamren í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er líka mikilvægt að hann sé í liðinu því þegar hann verður tilbúinn og laus við meiðsli mun hann verða Íslandi mjög mikilvægur. Miðað við tölfræðina hans þá er hann hreint magnaður.” Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM að hann væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann er þó mættur aftur og spilar með liðinu gegn Belgíu og Sviss. „Ég ræddi við hann og sagði honum að vera í liðinu þyrfti að koma frá hjarta hans. Ég er mjög ánægður að svo hafi verið verið og hann vilji leika meira fyrir Ísland. Ég tel hann eigi eftir að vera einn lykilmanna liðsins.” Ungir drengir eins og Samúel Kári Friðjónsson og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum en hvers vegna? „Við veltum mikið fyrir okkur hvort við ættum að hafa þá með okkur núna. Til dæmis með Albert þá er hann búinn að spila lítið og er nýbúinn að skipta um lið. Þar er að byrja nýr kafli sem ég vona gangi vel,” sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari. „Albert er hæfileikaríkur leikmaður og gerði klárlega tilkall til þess að vera í hópnum en það er U21-verkefni á sama tíma. Erik var fastur á því að þegar leikmaður er ekki nálægt því að byrja í A-liðinu þá vill hann að hann spili 90 mínútur með U21,” bætti Freyr við. Ekki er langt síðan Erik tók við landsliðinu en hversu spenntur er hann fyrir þessum leikjum? „Ég er mjög spenntur. Það er alltaf spennandi að byrja í nýju starfi, hitta nýtt fólk og hefja vegferð saman,” sagði Hamren. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56 Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00 Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Ísland mætir bæði Belgíu og Sviss síðar í mánuðinum. Athygli vakti að Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann hefur lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Erik segir hann mikilvægan hópnum. „Hann er ekki alveg tilbúinn að byrja leikinn og spila í 90 mínútur en hann getur leikið 15-20 mínútur,” sagði Hamren í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er líka mikilvægt að hann sé í liðinu því þegar hann verður tilbúinn og laus við meiðsli mun hann verða Íslandi mjög mikilvægur. Miðað við tölfræðina hans þá er hann hreint magnaður.” Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM að hann væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann er þó mættur aftur og spilar með liðinu gegn Belgíu og Sviss. „Ég ræddi við hann og sagði honum að vera í liðinu þyrfti að koma frá hjarta hans. Ég er mjög ánægður að svo hafi verið verið og hann vilji leika meira fyrir Ísland. Ég tel hann eigi eftir að vera einn lykilmanna liðsins.” Ungir drengir eins og Samúel Kári Friðjónsson og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum en hvers vegna? „Við veltum mikið fyrir okkur hvort við ættum að hafa þá með okkur núna. Til dæmis með Albert þá er hann búinn að spila lítið og er nýbúinn að skipta um lið. Þar er að byrja nýr kafli sem ég vona gangi vel,” sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari. „Albert er hæfileikaríkur leikmaður og gerði klárlega tilkall til þess að vera í hópnum en það er U21-verkefni á sama tíma. Erik var fastur á því að þegar leikmaður er ekki nálægt því að byrja í A-liðinu þá vill hann að hann spili 90 mínútur með U21,” bætti Freyr við. Ekki er langt síðan Erik tók við landsliðinu en hversu spenntur er hann fyrir þessum leikjum? „Ég er mjög spenntur. Það er alltaf spennandi að byrja í nýju starfi, hitta nýtt fólk og hefja vegferð saman,” sagði Hamren.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56 Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00 Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Sjá meira
Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56
Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30
Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54
Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00
Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17