Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2020 21:07 Obama með Biden varaforseta sínum. Þrátt fyrir að Trump hafi reynt að kenna ríkisstjórn þeirra um bresti í viðbrögðum alríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum hefur Obama haldið sig nær algerlega til hlés frá því að hann lét af embætti. Vísir/EPA Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. Obama hefur nær algerlega haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og Trump tók við í janúar árið 2017. Hann hefur ekki tjáð sig jafnvel þó að Trump hafi kennt fyrri ríkisstjórn hans um skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði og prófum gegn veirunni sem var ekki til þegar Obama var forseti. Reuters-fréttastofan segir að á fjarfundi um 3.000 fyrrverandi Obama-stjórnarliða hafi fyrrverandi forsetinn lýst viðbrögðum eftirmanns síns við faraldrinum sem „óreiðukenndum“. BBB segir að Obama hafi notað orðalagið „algerlega óreiðukennd hörmung“. Trump-stjórnin hefur að miklu leyti haldið sig til hlés í faraldrinum og varpað ábyrgðinni á aðgerðum yfir á ríkisstjóra einstakra ríkja. Forsetinn og embættismenn hans hafa þannig ítrekað sagt að alríkisstjórnin sé aðeins í ráðgjafarhlutverki eða síðasta úrræðið fyrir ríkin. Alríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að auka ekki skimunargetu þegar ljóst var að nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiddist út um heiminn í janúar og febrúar. Þá notaði hún ekki tímann til að viða að sér nauðsynlegum búnaði eins og hlífðarklæðnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks eða öndunarvélar. Enn er skortur á prófum fyrir veirunni og ýmsum búnaði. Ætlar að berjast af krafti fyrir Biden Á fjarfundi Obama og félaga hvatti hann bandamenn sína til þess að fylkja sér að baki Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, sem verður að öllum líkindum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum í nóvember. Lýsti Obama kosningunum sem mikilvægum og vísaði til djúps klofnings eftir flokkslínum sem hefur ágerst í Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Demókratar glímdu þar ekki aðeins við einstakan einstakling eða stjórnmálaflokk heldur berðust þeir gegn langtímaþróun þar sem „það að vera sjálfselskur, að vera trúr sínum ættbálki, að vera sundruð og að sjá aðra sem óvin, það hefur orðið að sterkari hvöt í bandarísku þjóðlífi“. „Það er þess vegna, vel á minnst, sem ég ætla að verja eins miklum tíma og nauðsynlegt er og berjast eins grimmt og ég get fyrir Joe Biden,“ sagði Obama á fundinum. Skrifstofa hans vildi ekki tjá sig um ummæli Obama á fundinum við Reuters. Talskona Hvíta hússins varði viðbrögð Trump við faraldrinum og sagði þau „fordæmalaus“. Trump hefði bjargað lífum Bandaríkjamanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. Obama hefur nær algerlega haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og Trump tók við í janúar árið 2017. Hann hefur ekki tjáð sig jafnvel þó að Trump hafi kennt fyrri ríkisstjórn hans um skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði og prófum gegn veirunni sem var ekki til þegar Obama var forseti. Reuters-fréttastofan segir að á fjarfundi um 3.000 fyrrverandi Obama-stjórnarliða hafi fyrrverandi forsetinn lýst viðbrögðum eftirmanns síns við faraldrinum sem „óreiðukenndum“. BBB segir að Obama hafi notað orðalagið „algerlega óreiðukennd hörmung“. Trump-stjórnin hefur að miklu leyti haldið sig til hlés í faraldrinum og varpað ábyrgðinni á aðgerðum yfir á ríkisstjóra einstakra ríkja. Forsetinn og embættismenn hans hafa þannig ítrekað sagt að alríkisstjórnin sé aðeins í ráðgjafarhlutverki eða síðasta úrræðið fyrir ríkin. Alríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að auka ekki skimunargetu þegar ljóst var að nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiddist út um heiminn í janúar og febrúar. Þá notaði hún ekki tímann til að viða að sér nauðsynlegum búnaði eins og hlífðarklæðnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks eða öndunarvélar. Enn er skortur á prófum fyrir veirunni og ýmsum búnaði. Ætlar að berjast af krafti fyrir Biden Á fjarfundi Obama og félaga hvatti hann bandamenn sína til þess að fylkja sér að baki Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, sem verður að öllum líkindum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum í nóvember. Lýsti Obama kosningunum sem mikilvægum og vísaði til djúps klofnings eftir flokkslínum sem hefur ágerst í Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Demókratar glímdu þar ekki aðeins við einstakan einstakling eða stjórnmálaflokk heldur berðust þeir gegn langtímaþróun þar sem „það að vera sjálfselskur, að vera trúr sínum ættbálki, að vera sundruð og að sjá aðra sem óvin, það hefur orðið að sterkari hvöt í bandarísku þjóðlífi“. „Það er þess vegna, vel á minnst, sem ég ætla að verja eins miklum tíma og nauðsynlegt er og berjast eins grimmt og ég get fyrir Joe Biden,“ sagði Obama á fundinum. Skrifstofa hans vildi ekki tjá sig um ummæli Obama á fundinum við Reuters. Talskona Hvíta hússins varði viðbrögð Trump við faraldrinum og sagði þau „fordæmalaus“. Trump hefði bjargað lífum Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira