Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri 14. október 2011 20:00 Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. Edda kynnti í dag frumniðurstöður rannsóknar á langtíma heilsufarslegum afleiðingum snjóflóðanna sem féllu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 á þolendur þeirra, en hún segist sjá vísbendingar þess að eftirköstin geti verið langvinn. Sem dæmi um eftirköst nefnir Edda endurupplifun áfallsins, flótta frá hugsunum og atburðum sem tengist áfallinu, og ofurárvekni. Þá voru þolendurnir einnig líklegri en aðrir til að meta heilsu sína slæma og þjást af ýmsum heilsufarslegum kvillum. Hlutfall þessara einstaklinga þykir fremur hátt miðað við sambærilegar erlendar rannsóknir, en Edda segir einmitt skort vera á þeim. „Flestar rannsóknir eru að kanna tíðni einkenna áfallastreitu einu til tveimur árum eftir áfallið, en við vitum lítið um langtíma framvindu áfallastreitu." Markmið Eddu með rannsókninni er að bæta eftirfylgni við þolendur náttúruhamfara og aðra sem hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum. „Við náttúrulega búum á Íslandi og það má búast við því að náttúruhamfarir verði hér aftur." Doktorsritgerðin verður fullunnin í vor og þá verða niðurstöður hennar kynntar bæði í Reykjavík og fyrir Vestan. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. Edda kynnti í dag frumniðurstöður rannsóknar á langtíma heilsufarslegum afleiðingum snjóflóðanna sem féllu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 á þolendur þeirra, en hún segist sjá vísbendingar þess að eftirköstin geti verið langvinn. Sem dæmi um eftirköst nefnir Edda endurupplifun áfallsins, flótta frá hugsunum og atburðum sem tengist áfallinu, og ofurárvekni. Þá voru þolendurnir einnig líklegri en aðrir til að meta heilsu sína slæma og þjást af ýmsum heilsufarslegum kvillum. Hlutfall þessara einstaklinga þykir fremur hátt miðað við sambærilegar erlendar rannsóknir, en Edda segir einmitt skort vera á þeim. „Flestar rannsóknir eru að kanna tíðni einkenna áfallastreitu einu til tveimur árum eftir áfallið, en við vitum lítið um langtíma framvindu áfallastreitu." Markmið Eddu með rannsókninni er að bæta eftirfylgni við þolendur náttúruhamfara og aðra sem hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum. „Við náttúrulega búum á Íslandi og það má búast við því að náttúruhamfarir verði hér aftur." Doktorsritgerðin verður fullunnin í vor og þá verða niðurstöður hennar kynntar bæði í Reykjavík og fyrir Vestan.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira