Gunnar Rúnar kominn á Litla Hraun 14. október 2011 15:36 Gunnar Rúnar tekur nú út sína refsingu á Litla Hrauni mynd/Samsett Vísir.is Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar Þórs samtals tvær milljónir króna í skaðabætur. Honum var jafnframt gert að greiða sambýliskonu Hannesar Þórs 1,2 milljónir króna í miskabætur en þau höfðu búið saman í eitt og hálft ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr á árinu dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar hafði játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana á heimili hans í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári. Þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði lá fyrir matsgerð og yfirmat þriggja dómkvaddra geðlækna sem allir komust að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar hefði verið haldinn geðveiki þegar hann stakk Hannes Þór margsinnis með hnífi, sem leiddi hann til dauða. Í vottorði geðlæknis og yfirlæknis á Sogni sagði hins vegar að Gunnar Rúnar væri ekki með formlegan geðsjúkdóm nú í þess orðs vanalegu merkingu. „Eins og rakið hefur verið fór sú hugsun að sækja á [Gunnar Rúnar] þegar vorið 2009 að hann þyrfti að ryðja [Hannesi Þór] úr vegi," segir í dómi Hæstaréttar. „Verður ekki annað ráðið af framburði ákærða en að hann hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og í samræmi við það tók hann smátt og smátt að verða sér úti um hluti sem hann ætlaði að nota til verksins. Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæmist, þar á meðal neitaði hann staðfastlega að hafa orðið Hannesi Þór að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn málsins." Hæstiréttur segir að telja verði í ljós leitt að Gunnar Rúnar hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk Hannes Þór til ólífis að hann teljist sakhæfur. „Var ásetningur [Gunnars Rúnars] til að svipta [Hannes Þór] lífi einbeittur og á hann sér engar málsbætur," segir Hæstiréttur. jss@frettabladid.is Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar Þórs samtals tvær milljónir króna í skaðabætur. Honum var jafnframt gert að greiða sambýliskonu Hannesar Þórs 1,2 milljónir króna í miskabætur en þau höfðu búið saman í eitt og hálft ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr á árinu dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar hafði játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana á heimili hans í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári. Þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði lá fyrir matsgerð og yfirmat þriggja dómkvaddra geðlækna sem allir komust að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar hefði verið haldinn geðveiki þegar hann stakk Hannes Þór margsinnis með hnífi, sem leiddi hann til dauða. Í vottorði geðlæknis og yfirlæknis á Sogni sagði hins vegar að Gunnar Rúnar væri ekki með formlegan geðsjúkdóm nú í þess orðs vanalegu merkingu. „Eins og rakið hefur verið fór sú hugsun að sækja á [Gunnar Rúnar] þegar vorið 2009 að hann þyrfti að ryðja [Hannesi Þór] úr vegi," segir í dómi Hæstaréttar. „Verður ekki annað ráðið af framburði ákærða en að hann hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og í samræmi við það tók hann smátt og smátt að verða sér úti um hluti sem hann ætlaði að nota til verksins. Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæmist, þar á meðal neitaði hann staðfastlega að hafa orðið Hannesi Þór að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn málsins." Hæstiréttur segir að telja verði í ljós leitt að Gunnar Rúnar hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk Hannes Þór til ólífis að hann teljist sakhæfur. „Var ásetningur [Gunnars Rúnars] til að svipta [Hannes Þór] lífi einbeittur og á hann sér engar málsbætur," segir Hæstiréttur. jss@frettabladid.is
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent