Allir menn eru lofthræddir Þórlindur Kjartansson skrifar 24. ágúst 2018 07:00 Víða um landið rísa þverhníp klif úr hafi. Þessi tignarlegu björg eru í senn tilkomumikil og ógnvekjandi. Þau iða af margs konar lífi—milljónir fugla nýta hverja einustu skoru og syllu til þess að ala upp ungviðið—en þau hóta líka bráðum dauða hverjum þeim sem ekki virðir háskann. Orkan í þessari stórbrotnu náttúru hefur enda mikið aðdráttarafl og það er einn af hápunktum ævi margra að heimsækja staði eins og Hornbjarg eða úteyjar Vestmannaeyja og upplifa hið æsilega samspil lífsorku og dauðaógnar sem býr í björgunum.Svimandi fegurð Flestir þeir sem koma á Hornbjarg—þar sem bergið rís eins og hogginn veggur 500 metra beint upp úr Atlantshafinu—finna fyrir óþægilegum fiðringi í maganum þegar þeir nálgast brúnina. Jafnvel þeir sem almennt eru stöðugir á fótunum fara allt í einu að vantreysta sjálfum sér og sú hugmynd læðist að manni að í fyrsta skipti á ævinni geti það gerst að maður missi jafnvægið og detti beinlínis áfram og steypist fyrir bjargið. Þetta gerist jafnvel þótt út að þverhnípinu sé örlítill halli uppávið, og þess vegna myndi vera rökrétt að meta líkurnar á því að maður falli framfyrir sig svipaðar eins og að maður myndi detta upp stiga. Flestir fara því óskaplega varlega, skríða jafnvel á fjórum fótum á grasinu, jafnvel nokkrum metrum frá sjálfri brúninni, og líður auðvitað hálf kjánalega með útrétta farsímahöndina að reyna að smella af ofan í hafið sjálft—en ráða engan veginn við yfirþyrmandi óttann við hrapa og verða að beinahrúgu í fjörugrjótinu. Hetjur og rolur Við svona aðstæður kemur þó gjarnan í ljós að fólk er mishrætt. Sumir eru svo logandi hræddir að þeir halda sig í tíu metra fjarlægð frá brúninni—svo langt að jafnvel heimsmethafinn í langstökki, gæti ekki með góðri upphitun og löngu tilhlaupi náð að stökkva út í sjó. Aðrir þora miklu nær og finnst jafnvel ekkert tiltökumál að halla höfðinu í áttina að bjargbrúninni; og gera þannig lofthræddari ferðafélaga sína frávita af hræðslu, þannig að mesta hættan verður skyndilega sú að hinum hugumstóra bregði svo illþyrmilega í brún við varnaðaróp ferðafélaganna að hann missi stjórn á sér, hrasi um þúfu, misstígi sig og endasteypist ofan í hafið. Þá geta hinir lofthræddu að minnsta kosti huggað sig við það, þegar göngufélaginn er syrgður, að hafa varað við hættunni. Meðfæddir eiginleikar Oftast nýtur lofthrætt fólk ágæts skilnings og þeir sem eiga auðveldara með hæðirnar reyna frekar að hjálpa en stríða. Það er óskrifaður sáttmáli í samfélaginu að fólk geti óskaplega lítið ráðið við lofthræðsluna og því sé það hlutverk hinna að reyna að koma í veg fyrir að fólk lendi í óþægilegum aðstæðum, styðja við, leiða og hafa uppi huggandi orð. Sjálfur er ég nokkuð lofthræddur þótt það hamli mér alls ekki í daglegu lífi. Vissulega er ég heldur ósjálfbjarga á Hornbjargi, en ég get tekið rúllustigann í Kringlunni án þess að halda dauðahaldi í handriðið. Ég get því verið nokkuð sáttur við mitt hlutskipti þótt það gæti verið erfitt fyrir mig að fara í mjög æsilegar háfjallaferðir. Áunnir kostir Þetta var að minnsta kosti það sem ég reyndi að útskýra um daginn í samtali við eina af þessum hugdjörfu hetjum sem allt geta og óttast hvorki sár né bana. Umræðan snerist um gönguleið nálægt Hornbjargi á Hornströndum, þar sem gengið er að Hælavíkurbjargi. Gönguleiðin liggur í brattri hlíð og yfir þröng einstigi með þverhnípi til beggja handa. Það getur auðvitað reynst taugatrekkjandi að fara slíka ferð og umræðan og lýsingarnar nægja til þess að ég fari að vagga örlítið í sporinu og vilji helst styðja mig við gólffastan hlut. „Þetta myndi ég aldrei geta, ég er nú kannski ekki sjúklega lofthræddur en ég er alltof lofthræddur fyrir svona,“ sagði ég við manninn. Hann horfði á mig umhyggjuríkum undrunaraugum og sagði svo: „Allir menn eru lofthræddir. Menn þurfa bara að venja sig við þær aðstæður sem þeir ætla í. Sá sem ætlar að geta kíkt yfir bjarg æfir sig í því þangað til hann ræður við hræðsluna.“ Svo lýsti hann því hvernig maður ætti að bera sig að, þannig að sá lofthræddi haldi í höndina á einhverjum og fiki sig í stuttum skrefum nær brúninni, og aftur til baka—ögn lengra og ögn lengur í hvert skipti, rólega og ítrekað þangað til hann fær þá tilfinningu að það sé hægt að ráða við aðstæðurnar og óttann. Hann gaf ekki mikið fyrir þá fullvissu mína að lofthræðsla væri einfaldlega skömmtuð í erfðaefnum okkar eins og kyn, hárlitur, augnlitur og lögun nefs og eyrna. Mögulegt en ekki auðvelt Þessi ágæti maður sagði aldrei að það væri auðvelt að venja sig við brattann og háu klifin. Viðmælandi minn sagði ekki að það væri þægilegt fyrir lofthræddan mann að teygja hausinn yfir bjarg. Hann sagði heldur ekki að þetta væri ekkert mál—og síst af öllu reyndi hann að gefa í skyn að ég væri grey en hann væri einhvers konar hetja. Málið var ekki flóknara en svo að sá sem venur sig við að vera í háum fjöllum verður smám saman rólegri í þeim aðstæðum; en sá sem er óvanur brattanum er að sjálfsögðu hræddur við aðstæður sem hann veit ekki hvort hann getur treyst sér í. Að skapa sjálfan sig En hvað þá með frumbyggjana í Ameríku, sem manni hefur alltaf verið sagt að hafi ekki þjáðst af lofthræðslu. Sannar það ekki að við ráðum litlu um hvort við erum lofthrædd? Nei, það er víst aldeilis ekki. Frumbyggjarnir í háhýsunum í New York voru víst alveg jafnhræddir og allir aðrir. Þeir voru margir bara vanari því að horfa niður kletta og álitu það þar að auki skammarlegt að láta ótta stjórna hegðun sinni. Við erum vissulega sköpuð hvert á sinn hátt, og sumt reynist manni auðvelt án æfingar, en annað virðist óyfirstíganlegt jafnvel með mikilli fyrirhöfn. Einfaldast og þægilegast er að líta svo á að maður sé nú bara skapaður eins og maður er, en það er líka hægt að vera ögn hugrakkari og þora að leggja á sig þau óþægindi sem þarf til að skapa sig sjálfur. Og stundum er það einmitt það sem þarf svo hægt sé að taka þátt í ævintýrum lífsins og njóta fegurðar þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Víða um landið rísa þverhníp klif úr hafi. Þessi tignarlegu björg eru í senn tilkomumikil og ógnvekjandi. Þau iða af margs konar lífi—milljónir fugla nýta hverja einustu skoru og syllu til þess að ala upp ungviðið—en þau hóta líka bráðum dauða hverjum þeim sem ekki virðir háskann. Orkan í þessari stórbrotnu náttúru hefur enda mikið aðdráttarafl og það er einn af hápunktum ævi margra að heimsækja staði eins og Hornbjarg eða úteyjar Vestmannaeyja og upplifa hið æsilega samspil lífsorku og dauðaógnar sem býr í björgunum.Svimandi fegurð Flestir þeir sem koma á Hornbjarg—þar sem bergið rís eins og hogginn veggur 500 metra beint upp úr Atlantshafinu—finna fyrir óþægilegum fiðringi í maganum þegar þeir nálgast brúnina. Jafnvel þeir sem almennt eru stöðugir á fótunum fara allt í einu að vantreysta sjálfum sér og sú hugmynd læðist að manni að í fyrsta skipti á ævinni geti það gerst að maður missi jafnvægið og detti beinlínis áfram og steypist fyrir bjargið. Þetta gerist jafnvel þótt út að þverhnípinu sé örlítill halli uppávið, og þess vegna myndi vera rökrétt að meta líkurnar á því að maður falli framfyrir sig svipaðar eins og að maður myndi detta upp stiga. Flestir fara því óskaplega varlega, skríða jafnvel á fjórum fótum á grasinu, jafnvel nokkrum metrum frá sjálfri brúninni, og líður auðvitað hálf kjánalega með útrétta farsímahöndina að reyna að smella af ofan í hafið sjálft—en ráða engan veginn við yfirþyrmandi óttann við hrapa og verða að beinahrúgu í fjörugrjótinu. Hetjur og rolur Við svona aðstæður kemur þó gjarnan í ljós að fólk er mishrætt. Sumir eru svo logandi hræddir að þeir halda sig í tíu metra fjarlægð frá brúninni—svo langt að jafnvel heimsmethafinn í langstökki, gæti ekki með góðri upphitun og löngu tilhlaupi náð að stökkva út í sjó. Aðrir þora miklu nær og finnst jafnvel ekkert tiltökumál að halla höfðinu í áttina að bjargbrúninni; og gera þannig lofthræddari ferðafélaga sína frávita af hræðslu, þannig að mesta hættan verður skyndilega sú að hinum hugumstóra bregði svo illþyrmilega í brún við varnaðaróp ferðafélaganna að hann missi stjórn á sér, hrasi um þúfu, misstígi sig og endasteypist ofan í hafið. Þá geta hinir lofthræddu að minnsta kosti huggað sig við það, þegar göngufélaginn er syrgður, að hafa varað við hættunni. Meðfæddir eiginleikar Oftast nýtur lofthrætt fólk ágæts skilnings og þeir sem eiga auðveldara með hæðirnar reyna frekar að hjálpa en stríða. Það er óskrifaður sáttmáli í samfélaginu að fólk geti óskaplega lítið ráðið við lofthræðsluna og því sé það hlutverk hinna að reyna að koma í veg fyrir að fólk lendi í óþægilegum aðstæðum, styðja við, leiða og hafa uppi huggandi orð. Sjálfur er ég nokkuð lofthræddur þótt það hamli mér alls ekki í daglegu lífi. Vissulega er ég heldur ósjálfbjarga á Hornbjargi, en ég get tekið rúllustigann í Kringlunni án þess að halda dauðahaldi í handriðið. Ég get því verið nokkuð sáttur við mitt hlutskipti þótt það gæti verið erfitt fyrir mig að fara í mjög æsilegar háfjallaferðir. Áunnir kostir Þetta var að minnsta kosti það sem ég reyndi að útskýra um daginn í samtali við eina af þessum hugdjörfu hetjum sem allt geta og óttast hvorki sár né bana. Umræðan snerist um gönguleið nálægt Hornbjargi á Hornströndum, þar sem gengið er að Hælavíkurbjargi. Gönguleiðin liggur í brattri hlíð og yfir þröng einstigi með þverhnípi til beggja handa. Það getur auðvitað reynst taugatrekkjandi að fara slíka ferð og umræðan og lýsingarnar nægja til þess að ég fari að vagga örlítið í sporinu og vilji helst styðja mig við gólffastan hlut. „Þetta myndi ég aldrei geta, ég er nú kannski ekki sjúklega lofthræddur en ég er alltof lofthræddur fyrir svona,“ sagði ég við manninn. Hann horfði á mig umhyggjuríkum undrunaraugum og sagði svo: „Allir menn eru lofthræddir. Menn þurfa bara að venja sig við þær aðstæður sem þeir ætla í. Sá sem ætlar að geta kíkt yfir bjarg æfir sig í því þangað til hann ræður við hræðsluna.“ Svo lýsti hann því hvernig maður ætti að bera sig að, þannig að sá lofthræddi haldi í höndina á einhverjum og fiki sig í stuttum skrefum nær brúninni, og aftur til baka—ögn lengra og ögn lengur í hvert skipti, rólega og ítrekað þangað til hann fær þá tilfinningu að það sé hægt að ráða við aðstæðurnar og óttann. Hann gaf ekki mikið fyrir þá fullvissu mína að lofthræðsla væri einfaldlega skömmtuð í erfðaefnum okkar eins og kyn, hárlitur, augnlitur og lögun nefs og eyrna. Mögulegt en ekki auðvelt Þessi ágæti maður sagði aldrei að það væri auðvelt að venja sig við brattann og háu klifin. Viðmælandi minn sagði ekki að það væri þægilegt fyrir lofthræddan mann að teygja hausinn yfir bjarg. Hann sagði heldur ekki að þetta væri ekkert mál—og síst af öllu reyndi hann að gefa í skyn að ég væri grey en hann væri einhvers konar hetja. Málið var ekki flóknara en svo að sá sem venur sig við að vera í háum fjöllum verður smám saman rólegri í þeim aðstæðum; en sá sem er óvanur brattanum er að sjálfsögðu hræddur við aðstæður sem hann veit ekki hvort hann getur treyst sér í. Að skapa sjálfan sig En hvað þá með frumbyggjana í Ameríku, sem manni hefur alltaf verið sagt að hafi ekki þjáðst af lofthræðslu. Sannar það ekki að við ráðum litlu um hvort við erum lofthrædd? Nei, það er víst aldeilis ekki. Frumbyggjarnir í háhýsunum í New York voru víst alveg jafnhræddir og allir aðrir. Þeir voru margir bara vanari því að horfa niður kletta og álitu það þar að auki skammarlegt að láta ótta stjórna hegðun sinni. Við erum vissulega sköpuð hvert á sinn hátt, og sumt reynist manni auðvelt án æfingar, en annað virðist óyfirstíganlegt jafnvel með mikilli fyrirhöfn. Einfaldast og þægilegast er að líta svo á að maður sé nú bara skapaður eins og maður er, en það er líka hægt að vera ögn hugrakkari og þora að leggja á sig þau óþægindi sem þarf til að skapa sig sjálfur. Og stundum er það einmitt það sem þarf svo hægt sé að taka þátt í ævintýrum lífsins og njóta fegurðar þess.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar