Gunnar Bragi skilur að Úkraína vilji í ESB Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2014 20:30 Utanríkisráðherra segir skiljanlegt að Úkraínumenn vilji ganga í Evrópusambandið og styður viðleitni þeirra til þess. Almenningur vill losna undan áhrifavaldi Rússa og spillingu heimafyrir með aðild að Evrópusambandinu. Almenningur í Úkraínu er orðinn langþreyttur á gífurlegri spillinu í stjórnmálum landsins, en talið er að Victor Janukovitc fyrrverandi forseti hafi einn komið undan til erlendra banka yfir 70 milljörðum króna. Upp úr sauð þegar forsetinn snéri skyndilega við blaðinu varðandi samning um náið samstarf við Evrópusambandið í nóvember í fyrra og ákvað styrkja samband þjóðarinnar við Rússland. Það er tímanna tákn í Kænugarði að fáni Evrópusambandsins blaktir við hún við þinghúsið. En framtíð landsins ræðst einmitt af því hvort það fær að tilheyra gömlu austur Evrópu eða verði undir áhrifamætti Rússa. Nú eftir að Janukovitc hefur verið stökkt á flótta og bráðabirgðastjórn tekið við, streyma fulltrúar ríkja Evrópusambandsins og annarra vestrænna ríkja til Kænugarðs til að sýna stuðning sinn við bráðabirgðastjórnina og almenning í landinu. Það eru allir sammála um að það er mjög mikilvægt að bindast Evrópu mjög sterkum böndum og ég hugsa að flestir vilji gerast aðilar að Evrópusambandinu. Ég held að flestir geri sér samt grein fyrir að það geti liðið nokkurn tími þar til það gæti orðið. En ég hef líka oft sagt það að ég skil vel hvers vegna mörg af þeim ríkjum sem eru í austur Evrópu vilji vera í Evrópusambandinu. Ég skil það mjög vel en ég geri hins vegar greinarmun á stöðu þeirra og stöðu Íslands,“ sagði Gunnar Bragi í heimsókn sinni til Kænugarðs um síðustu helgi. Victoria Murovana sem var leiðsögukona fréttastofunnar í ferð Stöðvar 2 til Kænugarðs tók eins og margir aðrir af hennar kynslóð þátt í mótmælunum. „Við höfum öll vonir og væntingar um að við verðum hluti af evrópsku samfélagi eins og við höfum alltaf viljað,“ segir Victoria. Mótmælendur á Maidantorgi styðji bráðabirgðastjórnina með þeim fyrirvara að hún vinni gegn spillingu og komi á réttlæti í dómskerfinu. „Við viljum breyta kerfinu og losna við gömlu spillingaröflin og reyna að fá von. Við viljum að stjórnmálamennirnir stjórni landinu. Við viljum ekki ráðabrugg, við viljum að stjórnvöld séu gegnsæ,það er allt og sumt,“ segir Victoria. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Utanríkisráðherra segir skiljanlegt að Úkraínumenn vilji ganga í Evrópusambandið og styður viðleitni þeirra til þess. Almenningur vill losna undan áhrifavaldi Rússa og spillingu heimafyrir með aðild að Evrópusambandinu. Almenningur í Úkraínu er orðinn langþreyttur á gífurlegri spillinu í stjórnmálum landsins, en talið er að Victor Janukovitc fyrrverandi forseti hafi einn komið undan til erlendra banka yfir 70 milljörðum króna. Upp úr sauð þegar forsetinn snéri skyndilega við blaðinu varðandi samning um náið samstarf við Evrópusambandið í nóvember í fyrra og ákvað styrkja samband þjóðarinnar við Rússland. Það er tímanna tákn í Kænugarði að fáni Evrópusambandsins blaktir við hún við þinghúsið. En framtíð landsins ræðst einmitt af því hvort það fær að tilheyra gömlu austur Evrópu eða verði undir áhrifamætti Rússa. Nú eftir að Janukovitc hefur verið stökkt á flótta og bráðabirgðastjórn tekið við, streyma fulltrúar ríkja Evrópusambandsins og annarra vestrænna ríkja til Kænugarðs til að sýna stuðning sinn við bráðabirgðastjórnina og almenning í landinu. Það eru allir sammála um að það er mjög mikilvægt að bindast Evrópu mjög sterkum böndum og ég hugsa að flestir vilji gerast aðilar að Evrópusambandinu. Ég held að flestir geri sér samt grein fyrir að það geti liðið nokkurn tími þar til það gæti orðið. En ég hef líka oft sagt það að ég skil vel hvers vegna mörg af þeim ríkjum sem eru í austur Evrópu vilji vera í Evrópusambandinu. Ég skil það mjög vel en ég geri hins vegar greinarmun á stöðu þeirra og stöðu Íslands,“ sagði Gunnar Bragi í heimsókn sinni til Kænugarðs um síðustu helgi. Victoria Murovana sem var leiðsögukona fréttastofunnar í ferð Stöðvar 2 til Kænugarðs tók eins og margir aðrir af hennar kynslóð þátt í mótmælunum. „Við höfum öll vonir og væntingar um að við verðum hluti af evrópsku samfélagi eins og við höfum alltaf viljað,“ segir Victoria. Mótmælendur á Maidantorgi styðji bráðabirgðastjórnina með þeim fyrirvara að hún vinni gegn spillingu og komi á réttlæti í dómskerfinu. „Við viljum breyta kerfinu og losna við gömlu spillingaröflin og reyna að fá von. Við viljum að stjórnmálamennirnir stjórni landinu. Við viljum ekki ráðabrugg, við viljum að stjórnvöld séu gegnsæ,það er allt og sumt,“ segir Victoria.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira