Hvorki tvöföldun við Straumsvík né í Ölfusi á samgönguáætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2014 19:15 Dýrafjarðargöng verða næsta stórvirki í vegagerð, samkvæmt samgönguáætlun til ársins 2016, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, og þá lítur út fyrir að loksins verði hægt að aka hring í kringum landið á bundnu slitlagi. Vestfirðingar hafa mesta ástæðu til að gleðjast. Stærstu tíðindin er sú stefnumörkun að á eftir Norðfjarðargöngum komi Dýrafjarðargöng, boðin út 2016, tilbúin 2019. Það er hins vegar óvíst hvenær hægt verður að klára Vestfjarðaveg um Gufudalssveit vegna ágreinings um vegstæði. Önnur ný stórverk eru að ljúka á Dettifossvegi á næstu tveimur árum, reisa nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum og grafa lítil göng undir Húsavíkurhöfða vegna iðnaðarsvæðis á Bakka. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjörð og þá verður í fyrsta sinn hægt að komast á bundnu slitlagi í hring um landið, þó ekki hringveginn um Breiðdalsheiði heldur með því að þræða austfirsku firðina. Suðvestanlands á að breikka veginn um Hellisheiði og Kamba og leggja Arnarnesveg um efri byggðir Kópavogs. En svo er það sem ekki á að gera á næstu þremur árum. Það verða engin ný mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu, ekki verður klárað að tvöfalda Reykjanesbrautina við Straumsvík, það verður ekki tvöfaldað milli Hveragerðis og Selfoss og engin ný Ölfusárbrú við Selfoss, heldur ekki ný brú á Hornafjarðarfljót. Nýir malbikskaflar munu þó gleðja marga. Bundið slitlag bætist meðal annars á Krísuvíkurveg, Kjósarskarðsveg, Meðalfellsveg í Kjós, Svínadalsveg í Leirársveit, á Vestfjörðum í Patreksfirði áleiðis til Örlygshafnar og á Ströndum yfir Bjarnarfjarðarháls. Norðanlands kemur slitlag á Svínvetningabraut frá Blönduósi, á hálsinn milli Laxárvirkjunar og Kísilvegar, á Dimmuborgaveg, austanlands meðfram Lagarfljóti Fellabæjarmegin, og sunnanlands á Meðallandsveg og á Reykjaveg í Biskupstungum. Seyðfirðingar verða að bíða lengur eftir göngum, - en það á að fara í rannsóknir sem gefur þeim fyrirheit um að göng undir Fjarðarheiði komi á eftir Dýrafjarðargöngum. Sundbraut innan Reykjavíkur er nefnd í samgönguáætlun en án þess að fjármagn komi af fjárlögum. Nefnt er möguleg fjármögnun með þátttöku einkaaðila, sem væntanlega þýðir sérstaka skattheimtu í formi veggjalda. Það er þó ekki útfært nánar. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Dýrafjarðargöng verða næsta stórvirki í vegagerð, samkvæmt samgönguáætlun til ársins 2016, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, og þá lítur út fyrir að loksins verði hægt að aka hring í kringum landið á bundnu slitlagi. Vestfirðingar hafa mesta ástæðu til að gleðjast. Stærstu tíðindin er sú stefnumörkun að á eftir Norðfjarðargöngum komi Dýrafjarðargöng, boðin út 2016, tilbúin 2019. Það er hins vegar óvíst hvenær hægt verður að klára Vestfjarðaveg um Gufudalssveit vegna ágreinings um vegstæði. Önnur ný stórverk eru að ljúka á Dettifossvegi á næstu tveimur árum, reisa nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum og grafa lítil göng undir Húsavíkurhöfða vegna iðnaðarsvæðis á Bakka. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjörð og þá verður í fyrsta sinn hægt að komast á bundnu slitlagi í hring um landið, þó ekki hringveginn um Breiðdalsheiði heldur með því að þræða austfirsku firðina. Suðvestanlands á að breikka veginn um Hellisheiði og Kamba og leggja Arnarnesveg um efri byggðir Kópavogs. En svo er það sem ekki á að gera á næstu þremur árum. Það verða engin ný mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu, ekki verður klárað að tvöfalda Reykjanesbrautina við Straumsvík, það verður ekki tvöfaldað milli Hveragerðis og Selfoss og engin ný Ölfusárbrú við Selfoss, heldur ekki ný brú á Hornafjarðarfljót. Nýir malbikskaflar munu þó gleðja marga. Bundið slitlag bætist meðal annars á Krísuvíkurveg, Kjósarskarðsveg, Meðalfellsveg í Kjós, Svínadalsveg í Leirársveit, á Vestfjörðum í Patreksfirði áleiðis til Örlygshafnar og á Ströndum yfir Bjarnarfjarðarháls. Norðanlands kemur slitlag á Svínvetningabraut frá Blönduósi, á hálsinn milli Laxárvirkjunar og Kísilvegar, á Dimmuborgaveg, austanlands meðfram Lagarfljóti Fellabæjarmegin, og sunnanlands á Meðallandsveg og á Reykjaveg í Biskupstungum. Seyðfirðingar verða að bíða lengur eftir göngum, - en það á að fara í rannsóknir sem gefur þeim fyrirheit um að göng undir Fjarðarheiði komi á eftir Dýrafjarðargöngum. Sundbraut innan Reykjavíkur er nefnd í samgönguáætlun en án þess að fjármagn komi af fjárlögum. Nefnt er möguleg fjármögnun með þátttöku einkaaðila, sem væntanlega þýðir sérstaka skattheimtu í formi veggjalda. Það er þó ekki útfært nánar.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira