„Auðveldara en að panta sér pizzu" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. mars 2014 11:41 Sigmundur Davíð á blaðamannafundinum í Iðnó í gær. Vísir/Valli „Kátur í dag! Mikil gleðistund þegar skuldamálafrumvörpin voru afgreidd úr þingflokknum auk viðbótar til að koma til móts við þá sem eiga ekki húsnæði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni í gær. Hann bætti við: „Svo virðist umsóknarferlið vera auðveldara en að panta sér pizzu.“ Sigmundur kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldaleiðréttingum til heimilanna ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, í Iðnó í gær. Málið var helsta kosningaloforð Framsóknarflokksins. Bjarni og Sigmundur lögðu áherslu á að auðvelt yrði að sækja um leiðréttinguna. Hægt verður að sækja um leiðréttinguna 15. maí, á vef ríkisskattstjóra, og rennur umsóknarfrestur út þann 1. september. Aðgerðirnar ná til allt að 100 þúsund heimila að því kemur fram á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Samanlögð áhrif aðgerðanna geti lækkað dæmigert húsnæðislán um um það bil 20 prósent. Alls sögðu Bjarni og Sigmundur að heildarupphæð leiðréttinganna, með hinni svokölluðu séreignarlífeyrissparnaðarleið, væri um 150 milljarðar króna. Áttatíu milljarðar færu í beinar skuldaniðurfellingar og sjötíu milljarðar væru í formi skattaafsláttar á séreignarlífeyrissparnaði.Tímabundnar aðgerðir til þriggja og fimm ára Efni frumvarpsins má skipta í tvennt. Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignasparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Í báðum tilvikum er um að ræða tímabundnar og skattfrjálsar aðgerðir. Úrræðin eru til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu eða ráðstöfun iðgjalda inn á lán. En fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.Hámark hálf milljón á áriÁ heimasíðu Fjármálaráðuneytisins er farið yfir grunnviðmiðin varðandi frumvörpin. Þau nái til heimila, fjölskyldna og einstaklingar. Með fasteign sé átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota. Gildistími takmarkist við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum). Hámarksiðgjald er 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda. Einstaklingur spari a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%. Tengdar fréttir Lágtekjufólk og leigjendur verði eftir í aðgerðum stjórnvalda Árni Páll Árnason, formaður Samfylkningarinnar, gagnrýndi frumvarp stjórnvalda um skuldaleiðréttingu. 27. mars 2014 11:17 Húsnæðisskuldir geta lækkað um allt að 20 % Leiðtogar stjórnarflokkanna segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta náð til allt að 100 þúsund heimila. Skuldarar geta byrjað að sækja um leiðréttinguna hinn 15. maí. 26. mars 2014 20:00 Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Þrjátíu þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir fá heimild til að nota séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Um 70 þúsund heimili fá skuldaleiðréttingar. Skuldaleiðréttingafrumvarp og frumvarp um séreignarsparnað kynnt. 26. mars 2014 10:00 Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. 27. mars 2014 10:16 Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. 26. mars 2014 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Kátur í dag! Mikil gleðistund þegar skuldamálafrumvörpin voru afgreidd úr þingflokknum auk viðbótar til að koma til móts við þá sem eiga ekki húsnæði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni í gær. Hann bætti við: „Svo virðist umsóknarferlið vera auðveldara en að panta sér pizzu.“ Sigmundur kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldaleiðréttingum til heimilanna ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, í Iðnó í gær. Málið var helsta kosningaloforð Framsóknarflokksins. Bjarni og Sigmundur lögðu áherslu á að auðvelt yrði að sækja um leiðréttinguna. Hægt verður að sækja um leiðréttinguna 15. maí, á vef ríkisskattstjóra, og rennur umsóknarfrestur út þann 1. september. Aðgerðirnar ná til allt að 100 þúsund heimila að því kemur fram á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Samanlögð áhrif aðgerðanna geti lækkað dæmigert húsnæðislán um um það bil 20 prósent. Alls sögðu Bjarni og Sigmundur að heildarupphæð leiðréttinganna, með hinni svokölluðu séreignarlífeyrissparnaðarleið, væri um 150 milljarðar króna. Áttatíu milljarðar færu í beinar skuldaniðurfellingar og sjötíu milljarðar væru í formi skattaafsláttar á séreignarlífeyrissparnaði.Tímabundnar aðgerðir til þriggja og fimm ára Efni frumvarpsins má skipta í tvennt. Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignasparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Í báðum tilvikum er um að ræða tímabundnar og skattfrjálsar aðgerðir. Úrræðin eru til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu eða ráðstöfun iðgjalda inn á lán. En fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.Hámark hálf milljón á áriÁ heimasíðu Fjármálaráðuneytisins er farið yfir grunnviðmiðin varðandi frumvörpin. Þau nái til heimila, fjölskyldna og einstaklingar. Með fasteign sé átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota. Gildistími takmarkist við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum). Hámarksiðgjald er 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda. Einstaklingur spari a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%.
Tengdar fréttir Lágtekjufólk og leigjendur verði eftir í aðgerðum stjórnvalda Árni Páll Árnason, formaður Samfylkningarinnar, gagnrýndi frumvarp stjórnvalda um skuldaleiðréttingu. 27. mars 2014 11:17 Húsnæðisskuldir geta lækkað um allt að 20 % Leiðtogar stjórnarflokkanna segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta náð til allt að 100 þúsund heimila. Skuldarar geta byrjað að sækja um leiðréttinguna hinn 15. maí. 26. mars 2014 20:00 Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Þrjátíu þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir fá heimild til að nota séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Um 70 þúsund heimili fá skuldaleiðréttingar. Skuldaleiðréttingafrumvarp og frumvarp um séreignarsparnað kynnt. 26. mars 2014 10:00 Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. 27. mars 2014 10:16 Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. 26. mars 2014 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Lágtekjufólk og leigjendur verði eftir í aðgerðum stjórnvalda Árni Páll Árnason, formaður Samfylkningarinnar, gagnrýndi frumvarp stjórnvalda um skuldaleiðréttingu. 27. mars 2014 11:17
Húsnæðisskuldir geta lækkað um allt að 20 % Leiðtogar stjórnarflokkanna segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta náð til allt að 100 þúsund heimila. Skuldarar geta byrjað að sækja um leiðréttinguna hinn 15. maí. 26. mars 2014 20:00
Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Þrjátíu þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir fá heimild til að nota séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Um 70 þúsund heimili fá skuldaleiðréttingar. Skuldaleiðréttingafrumvarp og frumvarp um séreignarsparnað kynnt. 26. mars 2014 10:00
Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. 27. mars 2014 10:16
Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. 26. mars 2014 20:30