Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2019 19:30 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. Þá sé spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu íslenskra stjórnmála en Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til tveggja funda í Valhöll í dag. Á þeim fyrri var farið yfir þingmál vetrarins en á hinum síðari sem hófst klukkan fimm tilkynnti Bjarni Benediktsson formaður flokksins hver tæki við dómsmálaráðuneytinu. „Já, ég gerði tillögu hér í þingflokknum um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði næsti dómsmálaráðherra og það var afgreitt og samþykkt.”Hvers vegna hún?„Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,” sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Þá væri spennandi að hleypa ungu fólki að í fremstu línu stjórnmálanna. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður Andersen sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonarbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson þingflokksformaður. „Það var erfitt að velja á milli þeirra sem komu til greina. Birgir Ármannsson var sannarlega einn þeirra sem kom til greina. Brynjar Níelsson augljóslega og svo framvegis. Ég ætla ekki að fara að nefna hér einhvern tæmandi lista,” segir Bjarni. Sigríður Andersen væri frábær stjórnmálamaður sem nyti fulls traust formannsins. „Þetta er bara niðurstaða í þessu tiltekna máli um að hún komi ekki aftur í dómsmálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki að sinni,” sagði Bjarni og reiknar með að Sigríður taki að sér trúnaðarstörf í þinginu en hún hefur ekki gegnt nefndarstörfum frá því hún lét af embætti ráðherra. Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti en hún verður 29 ára í nóvember. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hún formanninn hafa upplýst sig um að hún yrði næsti dómsmálaráðherra rétt fyrir þingflokksfundinn klukkan fimm. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,” sagði Áslaug Arna sem verður kominn heim frá Finnlandi í tæka tíð á morgun til að sækja ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan fjögur. Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. Þá sé spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu íslenskra stjórnmála en Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til tveggja funda í Valhöll í dag. Á þeim fyrri var farið yfir þingmál vetrarins en á hinum síðari sem hófst klukkan fimm tilkynnti Bjarni Benediktsson formaður flokksins hver tæki við dómsmálaráðuneytinu. „Já, ég gerði tillögu hér í þingflokknum um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði næsti dómsmálaráðherra og það var afgreitt og samþykkt.”Hvers vegna hún?„Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,” sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Þá væri spennandi að hleypa ungu fólki að í fremstu línu stjórnmálanna. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður Andersen sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonarbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson þingflokksformaður. „Það var erfitt að velja á milli þeirra sem komu til greina. Birgir Ármannsson var sannarlega einn þeirra sem kom til greina. Brynjar Níelsson augljóslega og svo framvegis. Ég ætla ekki að fara að nefna hér einhvern tæmandi lista,” segir Bjarni. Sigríður Andersen væri frábær stjórnmálamaður sem nyti fulls traust formannsins. „Þetta er bara niðurstaða í þessu tiltekna máli um að hún komi ekki aftur í dómsmálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki að sinni,” sagði Bjarni og reiknar með að Sigríður taki að sér trúnaðarstörf í þinginu en hún hefur ekki gegnt nefndarstörfum frá því hún lét af embætti ráðherra. Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti en hún verður 29 ára í nóvember. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hún formanninn hafa upplýst sig um að hún yrði næsti dómsmálaráðherra rétt fyrir þingflokksfundinn klukkan fimm. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,” sagði Áslaug Arna sem verður kominn heim frá Finnlandi í tæka tíð á morgun til að sækja ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan fjögur.
Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26