Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður næsti dómsmálaráðherra. Hún sést hér með bros á vör fyrir utan Valhöll fyrr í vetur. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verðandi dómsmálaráðherra segist hafa fengið að vita af skipun sinni einni mínútu áður en fundur Sjálfstæðisflokksins, þar sem þingflokknum var tilkynnt um valið, hófst í Valhöll í dag. Hún segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti fjölmiðlum um val á nýjum ráðherra eftir fundinn í Valhöll á sjötta tímanum. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Áslaug er nú stödd í Helsinki í Finnlandi á ráðstefnu og ávarpaði fundinn í Valhöll í gegnum síma. Einnig var rætt við hana símleiðis í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það var bara einni mínútu áður en fundurinn hófst,“ sagði Áslaug þegar hún var innt eftir því hvenær hún hefði fyrst heyrt af skipun sinni í embætti dómsmálaráðherra. Næsta skref sé að panta sér fyrsta flug heim. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga embætti og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu.“Stór og erfið verkefni bíða nýs ráðherra Áslaug hefur klifið metorðastigann hratt innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í forystu flokksins í fjögur ár og gegnt stöðu formanns í tveimur stórum þingnefndum. Áslaug þakkaði dugnaði öra framgöngu sína innan flokksins. „Ég hef alltaf lagt mig mikið fram og mun gera það líka í þessu verkefni. Þetta er auðvitað stórt verkefni sem mér er falið og veit að það er ekki sjálfsagt.“ Þá sagðist Áslaug þekkja málaflokkinn ágætlega en hún er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem lögreglukona. Hún sagðist nú munu kynna sér dómsmálin enn frekar. „Undir þessu ráðuneyti eru margir mikilvægir og stórir málaflokkar sem skipta miklu máli og ég ætla að vanda mig við það.“ Innt eftir því hvort vænta megi áherslubreytinga í dómsmálaráðuneytinu sagði Áslaug of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum síðan.“ Þó sé ljóst að mörg stór verkefni bíði nýs ráðherra, til að mynda Landsréttarmálið og erfiðar áskoranir í útlendingamálum. Áslaug vildi ekki fara út í mögulegar áherslubreytingar í síðarnefnda flokknum. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum og mun setja mig inn í málaflokkinn og koma með áherslur mínar inn í þingið í haust.“Viðtalið við Áslaugu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Alþingi Reykjavík síðdegis Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Fundur í Valhöll sem hefst klukkan 17. 5. september 2019 16:41 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Fleiri fréttir „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verðandi dómsmálaráðherra segist hafa fengið að vita af skipun sinni einni mínútu áður en fundur Sjálfstæðisflokksins, þar sem þingflokknum var tilkynnt um valið, hófst í Valhöll í dag. Hún segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti fjölmiðlum um val á nýjum ráðherra eftir fundinn í Valhöll á sjötta tímanum. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Áslaug er nú stödd í Helsinki í Finnlandi á ráðstefnu og ávarpaði fundinn í Valhöll í gegnum síma. Einnig var rætt við hana símleiðis í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það var bara einni mínútu áður en fundurinn hófst,“ sagði Áslaug þegar hún var innt eftir því hvenær hún hefði fyrst heyrt af skipun sinni í embætti dómsmálaráðherra. Næsta skref sé að panta sér fyrsta flug heim. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga embætti og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu.“Stór og erfið verkefni bíða nýs ráðherra Áslaug hefur klifið metorðastigann hratt innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í forystu flokksins í fjögur ár og gegnt stöðu formanns í tveimur stórum þingnefndum. Áslaug þakkaði dugnaði öra framgöngu sína innan flokksins. „Ég hef alltaf lagt mig mikið fram og mun gera það líka í þessu verkefni. Þetta er auðvitað stórt verkefni sem mér er falið og veit að það er ekki sjálfsagt.“ Þá sagðist Áslaug þekkja málaflokkinn ágætlega en hún er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem lögreglukona. Hún sagðist nú munu kynna sér dómsmálin enn frekar. „Undir þessu ráðuneyti eru margir mikilvægir og stórir málaflokkar sem skipta miklu máli og ég ætla að vanda mig við það.“ Innt eftir því hvort vænta megi áherslubreytinga í dómsmálaráðuneytinu sagði Áslaug of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum síðan.“ Þó sé ljóst að mörg stór verkefni bíði nýs ráðherra, til að mynda Landsréttarmálið og erfiðar áskoranir í útlendingamálum. Áslaug vildi ekki fara út í mögulegar áherslubreytingar í síðarnefnda flokknum. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum og mun setja mig inn í málaflokkinn og koma með áherslur mínar inn í þingið í haust.“Viðtalið við Áslaugu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Reykjavík síðdegis Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Fundur í Valhöll sem hefst klukkan 17. 5. september 2019 16:41 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Fleiri fréttir „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Sjá meira
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26