Segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar Sylvía Hall skrifar 24. febrúar 2020 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. Allsherjar- og menntamálanefnd hafi verið að klára nefndarálitið og hún eigi von á því að þetta komi til afgreiðslu í þinginu fljótlega. „Það verða auðvitað algjör tímamót að sjá breytingar á menntasjóði námsmanna. Það hafa ekki átt sér stað stórar breytingar á lánasjóðnum frá árinu 1992 þannig að þetta er löngu tímabær breyting,“ sagði Lilja um frumvarpið í Víglínunni í gær. Frumvarpið felur í sér þrjátíu prósenta niðurfellingu á höfuðstól lánanna og aðstoðin verði mun jafnari með þessum breytingum. Þó hefur frumvarpið verið gagnrýnt, meðal annars af stúdentahreyfingunum, fyrir breytingar á vaxtafyrirkomulaginu. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands, benti til að mynda á það í pistli á Vísi í nóvember síðastliðnum að vaxtafyrirkomulagið myndi gera það að verkum að slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs myndi bitna á lánagreiðendum í nýju kerfi. Lilja segir nefndarmenn hafa skoðað það að setja vaxtaþak en allar sviðsmyndir geri ráð fyrir því að námsmenn komi betur út úr nýja kerfinu en því gamla. „Sumir námsmenn í gamla kerfinu voru nokkrir að fá 85% niðurfellingu á meðan aðrir voru jafnvel að fá 0,5% eða 2% niðurfellingu. Ég tel að þannig kerfi sé ósanngjarnt og þess vegna erum við að breyta því. Stuðningurinn verður mun jafnari,“ segir Lilja. Þá segir hún nýja kerfið koma mun betur út fyrir barnafólk og það sé mikilvægt á tímum þar sem fæðingartíðni sé í sögulegu lágmarki. „Það er sérstakur stuðningur við barnafólk […] Þú kemur mun betur út úr nýja kerfinu ef þið eruð með fjölskyldu og það eru margar breytingar sem eru til þess gerðar að styðja við fjölskyldufólk í landinu.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Lilju í fullri lengd. Alþingi Námslán Skóla - og menntamál Víglínan Tengdar fréttir Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. 23. febrúar 2020 22:36 SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23. júlí 2019 14:00 Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi. 5. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Megnun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. Allsherjar- og menntamálanefnd hafi verið að klára nefndarálitið og hún eigi von á því að þetta komi til afgreiðslu í þinginu fljótlega. „Það verða auðvitað algjör tímamót að sjá breytingar á menntasjóði námsmanna. Það hafa ekki átt sér stað stórar breytingar á lánasjóðnum frá árinu 1992 þannig að þetta er löngu tímabær breyting,“ sagði Lilja um frumvarpið í Víglínunni í gær. Frumvarpið felur í sér þrjátíu prósenta niðurfellingu á höfuðstól lánanna og aðstoðin verði mun jafnari með þessum breytingum. Þó hefur frumvarpið verið gagnrýnt, meðal annars af stúdentahreyfingunum, fyrir breytingar á vaxtafyrirkomulaginu. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands, benti til að mynda á það í pistli á Vísi í nóvember síðastliðnum að vaxtafyrirkomulagið myndi gera það að verkum að slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs myndi bitna á lánagreiðendum í nýju kerfi. Lilja segir nefndarmenn hafa skoðað það að setja vaxtaþak en allar sviðsmyndir geri ráð fyrir því að námsmenn komi betur út úr nýja kerfinu en því gamla. „Sumir námsmenn í gamla kerfinu voru nokkrir að fá 85% niðurfellingu á meðan aðrir voru jafnvel að fá 0,5% eða 2% niðurfellingu. Ég tel að þannig kerfi sé ósanngjarnt og þess vegna erum við að breyta því. Stuðningurinn verður mun jafnari,“ segir Lilja. Þá segir hún nýja kerfið koma mun betur út fyrir barnafólk og það sé mikilvægt á tímum þar sem fæðingartíðni sé í sögulegu lágmarki. „Það er sérstakur stuðningur við barnafólk […] Þú kemur mun betur út úr nýja kerfinu ef þið eruð með fjölskyldu og það eru margar breytingar sem eru til þess gerðar að styðja við fjölskyldufólk í landinu.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Lilju í fullri lengd.
Alþingi Námslán Skóla - og menntamál Víglínan Tengdar fréttir Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. 23. febrúar 2020 22:36 SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23. júlí 2019 14:00 Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi. 5. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Megnun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. 23. febrúar 2020 22:36
SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23. júlí 2019 14:00
Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi. 5. nóvember 2019 21:00