Læknir PSG gáttaður á Guðjóni Vali: Fertugur en spilar eins og hann sé þrítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 13:00 Guðjón Valur Sigurðsson vakti mikla lukku í æfingabúðum PSG fyrir tímabilið. Getty/Anthony Dibon Guðjón Valur Sigurðsson hóf í gær feril sinn með franska handboltaliðinu Paris Saint Germain þegar hann skoraði tvö mörk í tíu marka sigri á Istres. Guðjón Valur kom til franska liðsins frá Rhein-Neckar Löwen í sumar en áður en hann lék sinn fyrsta leik með PSG þá hélt hann upp á fertugsafmælið sitt í ágúst. Guðjón Valur hefur spilað sem atvinnumaður frá árinu 2001 og þetta verður nítjánda tímabilið hans í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað með liðum eins og Essen, Gummersbach, Löwen, Kiel og Barcelona. Heimasíða frönsku deildarinnar, Starligue, kynnti íslenska hornamanninn til leiks með því að svara spurningunni hver sé Guðjón Valur Sigurðsson. Þar er farið yfir það hvernig kom til að Guðjón Valur skipti yfir í eitt besta handboltalið heims þegar flestir jafnaldrar hans eru fyrir löngu búnir að leggja skóna sína upp á hillu. Í greininni kemur fram að peningar hafi aldrei verið hluti af viðræðunum því að Guðjón Valur gerði engar kröfur um að fá einhvern risasamning hjá félaginu. Hann vildi aðeins fá tækifæri til að spila með frábærum leikmönnum og eiga möguleika á að vinna Meistaradeildina næsta vor.25' : Joli décalage de @syprzak_kamil pour Gudjon #Sigurdsson qui marque d'un magnifique lob ! (8-15) #ISTPSGpic.twitter.com/YVgcGa8lGx — PSG Handball (@psghand) September 4, 2019 Bruno Martini, framkvæmdastjóri PSG, segir að fyrsti fundurinn með Guðjón Val hafi verið í janúar síðastliðnum. „Hann sagði við mig: Ég veit að ég orðinn 40 ára en ég vill ennþá vera eins góður leikmaður og ég get verið. Þetta snýst ekki um pening heldur um ást mína á leiknum og metnað til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Bruno Martini að Guðjón Valur hafi sagt við sig. Bruno Martini talaði líka um það sem læknir Paris Saint Germain sagði við hann sjálfan þegar franska liðið var á fullu á undirbúningstímabilinu í haust. „Læknirinn hringdi í mig til að lýsa yfir furðu sinni,“ sagði Martini. „Hann sagði mér að Guðjón Valur væri að standa sig eins og hann væri ennþá 30 ára gamall. Það er ótrúlegt,“ sagði Martini en læknirinn var þá með allaskonar prófanir á leikmönnum Paris Saint Germain og Guðjón Valur kom mjög vel út úr þeim. Í greininni er einnig talað við Frakka sem hafa spilað með Guðjóni Val í gegnum tíðina en þeir hrósa honum sem karakter og sem persónu og segja líka að hann hafi alltaf verið mjög duglegur að æfa aukalega. Einn af þeim er franski markvörðurinn Thierry Omeyer sem var með Guðjóni í Kiel. „Hann hefur náttúrulegan hraða en fyrst og fremst fer hann lengst á því að sjá fyrir hluti og það skilar honum forskoti í hraðaupphlaupunum. Það er þessi tilfinning fyrir leiknum sem gerir hann enn hættulegri,“ sagði Thierry Omeyer. Það má finna alla greinina hér. Franski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson hóf í gær feril sinn með franska handboltaliðinu Paris Saint Germain þegar hann skoraði tvö mörk í tíu marka sigri á Istres. Guðjón Valur kom til franska liðsins frá Rhein-Neckar Löwen í sumar en áður en hann lék sinn fyrsta leik með PSG þá hélt hann upp á fertugsafmælið sitt í ágúst. Guðjón Valur hefur spilað sem atvinnumaður frá árinu 2001 og þetta verður nítjánda tímabilið hans í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað með liðum eins og Essen, Gummersbach, Löwen, Kiel og Barcelona. Heimasíða frönsku deildarinnar, Starligue, kynnti íslenska hornamanninn til leiks með því að svara spurningunni hver sé Guðjón Valur Sigurðsson. Þar er farið yfir það hvernig kom til að Guðjón Valur skipti yfir í eitt besta handboltalið heims þegar flestir jafnaldrar hans eru fyrir löngu búnir að leggja skóna sína upp á hillu. Í greininni kemur fram að peningar hafi aldrei verið hluti af viðræðunum því að Guðjón Valur gerði engar kröfur um að fá einhvern risasamning hjá félaginu. Hann vildi aðeins fá tækifæri til að spila með frábærum leikmönnum og eiga möguleika á að vinna Meistaradeildina næsta vor.25' : Joli décalage de @syprzak_kamil pour Gudjon #Sigurdsson qui marque d'un magnifique lob ! (8-15) #ISTPSGpic.twitter.com/YVgcGa8lGx — PSG Handball (@psghand) September 4, 2019 Bruno Martini, framkvæmdastjóri PSG, segir að fyrsti fundurinn með Guðjón Val hafi verið í janúar síðastliðnum. „Hann sagði við mig: Ég veit að ég orðinn 40 ára en ég vill ennþá vera eins góður leikmaður og ég get verið. Þetta snýst ekki um pening heldur um ást mína á leiknum og metnað til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Bruno Martini að Guðjón Valur hafi sagt við sig. Bruno Martini talaði líka um það sem læknir Paris Saint Germain sagði við hann sjálfan þegar franska liðið var á fullu á undirbúningstímabilinu í haust. „Læknirinn hringdi í mig til að lýsa yfir furðu sinni,“ sagði Martini. „Hann sagði mér að Guðjón Valur væri að standa sig eins og hann væri ennþá 30 ára gamall. Það er ótrúlegt,“ sagði Martini en læknirinn var þá með allaskonar prófanir á leikmönnum Paris Saint Germain og Guðjón Valur kom mjög vel út úr þeim. Í greininni er einnig talað við Frakka sem hafa spilað með Guðjóni Val í gegnum tíðina en þeir hrósa honum sem karakter og sem persónu og segja líka að hann hafi alltaf verið mjög duglegur að æfa aukalega. Einn af þeim er franski markvörðurinn Thierry Omeyer sem var með Guðjóni í Kiel. „Hann hefur náttúrulegan hraða en fyrst og fremst fer hann lengst á því að sjá fyrir hluti og það skilar honum forskoti í hraðaupphlaupunum. Það er þessi tilfinning fyrir leiknum sem gerir hann enn hættulegri,“ sagði Thierry Omeyer. Það má finna alla greinina hér.
Franski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira