Körfubolti

Með 37 stoðsendingar í síðustu þremur leikjum sínum á fjölum Hallarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ægir gaf átta stoðsendingar gegn Slóvakíu í gær.
Ægir gaf átta stoðsendingar gegn Slóvakíu í gær. vísir/bára

Ægir Þór Steinarsson virðist kunna vel við sig en á fjölum Laugardalshallarinnar.

Í síðustu þremur leikjum sínum í Höllinni hefur Ægir gefið samtals 37 stoðsendingar, eða 12,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Töpuðu boltarnir eru aðeins fjórir, eða 1,3 að meðaltali í leik.

Ægir skoraði sjö stig, tók fjögur fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Ísland vann Slóvakíu, 83-74, í forkeppni undankeppni HM 2023 í gær.

Hann fylgdi þar með eftir frábærri bikarhelgi fyrr í mánuðinum þar sem Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari.

Í undan- og úrslitaleikjum Geysisbikars karla í Höllinni gaf Ægir samtals 29 stoðsendingar og tapaði aðeins þremur boltum í leikjunum tveimur.

Stjarnan vann Tindastól, 70-98, í undanúrslitunum. Þar skoraði Ægir fimm stig, tók sjö fráköst og gaf 15 stoðsendingar.

Í úrslitaleiknum gegn Grindavík var Ægir svo með 19 stig, fjögur fráköst og 14 stoðsendingar. Hann var valinn besti leikmaður bikarúrslitaleiksins.

Í síðustu þremur leikjum sínum í Höllinni er Ægir með fleiri stoðsendingar en stig. Stoðsendingarnar eru 37, eins og áður sagði, en stigin eru 31 talsins.

Síðustu þrír leikir Ægis í Laugardalshöllinni
Ægir var valinn besti leikmaður úrslitaleiks Geysisbikars karla.vísir/daníel

Ísland 83-74 Slóvakía

7 stig/4 fráköst/8 stoðsendingar/1 tapaður bolti

Tindastóll 70-98 Stjarnan

5 stig/7 fráköst/15 stoðsendingar/2 tapaðir boltar

Grindavík 75-89 Stjarnan

19 stig/4 fráköst/14 stoðsendingar/1 tapaður bolti

Samtals:

31 stig/15 fráköst/37 stoðsendingar/4 tapaðir boltar

Að meðaltali í leik:

10,3 stig/5 fráköst/12,3 stoðsendingar/1,3 tapaðir boltar


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×