Innlent

"Mjög erfitt mál fyrir alla"

Kennarinn hefur starfað allt frá stofnun skólans árið 1977 og segir skólameistarin kennarann hafa notið mikillar virðingar sem góður kennari.
Kennarinn hefur starfað allt frá stofnun skólans árið 1977 og segir skólameistarin kennarann hafa notið mikillar virðingar sem góður kennari. Mynd/Pjetur.
Kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir kaup á vændi og verður hann í leyfi frá störfum á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Kennarinn er grunaður um að hafa brotið 202. og 206. grein almennra hegningarlaga, sem fjalla um samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 15 ára, sem og um brot sem felst í því að einstaklingur greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir kynlíf með barni undir 18 ára aldri. Lögreglan á Akranesi staðfesti þetta í samtali við fréttastofu.

Fréttavefurinn Skessuhornið greindi frá því í dag að rannsóknarlögregla hefði framkvæmt húsleit í skólanum í tengslum við málið að fengnum dómsúrskurði í skólanum í tengslum við málið að fengnum dómsúrskurði síðastliðinn miðvikudag. Hörður Ó. Helgason, skólameistari, greindi nemendum og samstarfsmönnum frá þessu í morgun og var þeim mjög brugðið.

„Málið er í rannsókn þannig að ég lagði á það áherslu við fólk að það taki þessu af yfirvegun og forðaðist að setjast í dómarasætin,“ segir Hörður. Hann segir málið afar erfitt fyrir alla. „Auðvitað er þetta mjög erfitt mál fyrir alla en það er náttúrulega erfiðast fyrir hann sem á hlut að í máli og hans aðstandendur.“

Þá segir Hörður: „Nokkrir nemendur hafa áhyggjur og það eru óvissuþættir varðandi  námslok og annað sem við erum að vinna úr  en það skýrist allt í næstu viku, en nei foreldrar hafa ekki haft samband.“

Kennarinn hefur starfað allt frá stofnun hans árið 1977 og segir Hörður hann hafa notið mikillar virðingar sem góður kennari. Ekki er vitað hversu langan tíma rannsóknin mun taka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×