Innlent

Mannslimur afhjúpaður

Reðasafnið á Húsavík er nú loks fulllimað því í dag tók safnið við eintaki af tegundinni Homo Sapiens Islandicus, af nítíu og fimm ára karlmanni. Getnaðarlimurinn, sem tilheyrði Páli Arasyni, var afhjúpaður að viðstöddu margmenni. Páll ánafnaði safninu lim sinn að sér látnum. Limur Páls fullkomnaði safnið en það geymir nú limi af öllum fjörtíu og sex tegundum spendýra á og í kringum landið.

Sigurður Hjartarson, safnstjóri, tilkynnti starfslok sín við afhjúpun limsins en sonur hans mun taka við starfi reðurstofustjóra á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×