Innlent

Fundu hákarl og fíkniefni

Hákarl.
Hákarl.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 250 kíló af unnum hákarli við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi fyrr í vikunni.

Á sama stað var einnig lagt hald á fíkniefni og tvo peningaskápa. Karl á fertugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar en hún er unnin í samvinnu við lögregluna á Suðurnesjum.

Í ársbyrjun var 500 kílói af hákarli stolið í Innri-Njarðvík en talið er að málin tengist.

Vísir greindi frá því í byrjun janúar að rúmlega hálfu tonni af kæstum hákarli hefði verið stolið úr hjalli skammt fyrir utan Reykjanesbæ. Þjófurinn var greinilega vel að sér í hákarlaverkun en aðeins var stolið fullverkuðum hákarli, en óverkaður hákarl var látinn í friði.

„Maður hefur aldrei heyrt um svona lagað," sagði matreiðslumeistari á Múlakaffi, Jón Örn Jóhannesson, um stórþjófnaðinn á sínum tíma.

Matreiðslumeistarinn sagði magnið hreint út sagt ótrúlegt. Múlakaffi þjónustaði til að mynda um sex til átta þúsund manns yfir þorrann. Yfir það tímabil keyptu þeir um tvö til þrjú hundruð kíló af verkuðum hákarl.


Tengdar fréttir

Hálfu tonni af kæstum hákarli stolið - fagmenn að verki

Rúmlega hálfu tonni af kæstum hákarli var stolið úr hjalli skammt fyrir utan Reykjanesbæ í vikunni. Þjófurinn, eða þjófarnir, voru greinilega vel að sér í hákarlaverkun samkvæmt heimasíðunni Freisting.is sem greindi fyrst frá málinu.

Hákarlaþjófnaður: Meistari á Múlakaffi aldrei heyrt annað eins

„Maður hefur aldrei heyrt um svona lagað,“ segir matreiðslumeistari á Múlakaffi, Jón Örn Jóhannesson, um stórþjófnað á kæstum Hákarli í Reykjanesbæ. Þjófarnir stálu 500-700 kílóum af fullverkuðum hákarli en létu þann óverkaða í friði. Kunnáttumenn segja fagmenn hafa verið að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×