Innlent

Lögmaður Baldurs: Dómurinn er vonbrigði

Karl Axelsson, lögmaður Baldurs, með umbjóðanda sínum fyrir dómi þegar aðalmeðferð fór fram.
Karl Axelsson, lögmaður Baldurs, með umbjóðanda sínum fyrir dómi þegar aðalmeðferð fór fram.
Karl Axelsson, lögmaður Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu sem í gær var dæmdur í tveggja ára fangelsi, segir dóminn valda sér og umbjóðanda sínum vonbrigðum.

Baldur var fundinn sekur í héraðsdómi í gær um að hafa brotið reglur um innherjaviðskipti þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir rétt fyrir hrun. Hann átti sæti í samráðshóp um fjármálastöðugleika þar sem hann hafði aðgang að upplýsingum um stöðu fjármálakerfisins sem aðrir hluthafar höfðu ekki. Héraðsdómur taldi brot hans stórfellt og að hann hafi misnotað stöðu sína sem opinber starfsmaður.

Karl segir að hvorki hann né Baldur ætli að tjá sig frekar, að svo komnu máli, um dóminn að öðru leyti en því að hann valdi vonbrigðum og að honum verði áfrýjað til Hæstaréttar.


Tengdar fréttir

Baldur fékk tvö ár óskilorðsbundið

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi og verður söluandvirði hlutabréfa hans í Landsbankanum gert upptækt.

Dómurinn yfir Baldri gefur tóninn

Jón Þór Ólason, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir dómstóla hafa sent í dag ákveðin skilaboð með dómnum yfir Baldri Gunnlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. „Hann er mjög þungur. Þetta er tveggja ára fangelsi og síðan er þarna líka upptaka á hárri fjárhæð. Það sem er merkilegast við hann er að þarna er í fyrsta sinn verið að dæma á grundvelli ákvæðis um innherjasvik sem kom í fyrsta sinn í lög frá 1989,“ sagði Jón Þór í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×