Sættir á milli Þóreyjar og blaðamanna DV Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. desember 2014 16:04 Í kjölfar umfjöllunar DV tilkynnti Þórey að hún ætlaði að höfða mál á hendur blaðinu og blaðamönnunum tveimur. Vísir Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir að sátt hafi náðst á milli hennar og blaðamannanna Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar vegna umfjöllunar þeirra um hana í tengslum við lekamálið. Þetta segir hún í tilkynningu til fjölmiðla. Sáttin gengur út á að ummæli sem komu fram í blaðagrein sem Jóhann Páll og Jón Bjarki skrifuðu um rannsókn lögreglunnar á leka úr innanríkisráðuneytinu séu dauð og ómerk. Þá fær Þórey 330 þúsund krónur í sáttaskyni sem hún segist ætla að láta renna til Stígamóta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það DV ehf, útgáfufélag DV, sem greiðir fjárhæðina til Þóreyjar.Í DV var því haldið fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur, en kemur fram í úrskurðinum að lögreglan hafi rökstuddan grun um að þessi „starfsmaður B“ sé sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. Í kjölfar umfjöllunar DV tilkynnti Þórey að hún ætlaði að höfða mál á hendur blaðinu og blaðamönnunum tveimur vegna rangra fullyrðinga. Síðar kom í ljós að Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður ráðherra, var sekur um lekann. „Ég fagna því að sjálfsögðu að blaðamenn og ritstjórn DV hafi séð að sér og leitað sátta,“ segir Þórey í tilkynningunni. „Ástæðan fyrir málshöfðuninni var að mér fannst holur hljómur í upphaflegri afsökunarbeiðni miðað við þá aðför sem gerð var að mér um og stóð yfir um margra mánaða skeið.“ Þórey segir að þegar að formleg beiðni um sættir hafi borist hafi hún fagnað því að geta lokið málinu án þess að þurfa að fara með það fyrir dómstóla. Í tilkynningunni segir Þórey að kröfugerðin í málinu hafi verið í samræmi við það sem íslensk lög gera ráð fyrir í meiðyrðamálum. „Að lögð hafi verið einhver áhersla á að fangelsa viðkomandi blaðamenn fyrir ósönn ummæli, er og hefur alltaf verið út í hött,“ segir hún. Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Þórey og blaðamenn DV leita sátta Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni. 19. nóvember 2014 19:47 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir að sátt hafi náðst á milli hennar og blaðamannanna Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar vegna umfjöllunar þeirra um hana í tengslum við lekamálið. Þetta segir hún í tilkynningu til fjölmiðla. Sáttin gengur út á að ummæli sem komu fram í blaðagrein sem Jóhann Páll og Jón Bjarki skrifuðu um rannsókn lögreglunnar á leka úr innanríkisráðuneytinu séu dauð og ómerk. Þá fær Þórey 330 þúsund krónur í sáttaskyni sem hún segist ætla að láta renna til Stígamóta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það DV ehf, útgáfufélag DV, sem greiðir fjárhæðina til Þóreyjar.Í DV var því haldið fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur, en kemur fram í úrskurðinum að lögreglan hafi rökstuddan grun um að þessi „starfsmaður B“ sé sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. Í kjölfar umfjöllunar DV tilkynnti Þórey að hún ætlaði að höfða mál á hendur blaðinu og blaðamönnunum tveimur vegna rangra fullyrðinga. Síðar kom í ljós að Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður ráðherra, var sekur um lekann. „Ég fagna því að sjálfsögðu að blaðamenn og ritstjórn DV hafi séð að sér og leitað sátta,“ segir Þórey í tilkynningunni. „Ástæðan fyrir málshöfðuninni var að mér fannst holur hljómur í upphaflegri afsökunarbeiðni miðað við þá aðför sem gerð var að mér um og stóð yfir um margra mánaða skeið.“ Þórey segir að þegar að formleg beiðni um sættir hafi borist hafi hún fagnað því að geta lokið málinu án þess að þurfa að fara með það fyrir dómstóla. Í tilkynningunni segir Þórey að kröfugerðin í málinu hafi verið í samræmi við það sem íslensk lög gera ráð fyrir í meiðyrðamálum. „Að lögð hafi verið einhver áhersla á að fangelsa viðkomandi blaðamenn fyrir ósönn ummæli, er og hefur alltaf verið út í hött,“ segir hún.
Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Þórey og blaðamenn DV leita sátta Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni. 19. nóvember 2014 19:47 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25
Þórey og blaðamenn DV leita sátta Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni. 19. nóvember 2014 19:47
Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45