Erlent

Leki kominn að öðru kjarnorkuveri í Japan

Vatnsleki er kominn upp við annað kjarnorkuver í Japan. Um er að ræða Onagawa kjarnorkuverið í norðurausturhluta Japans en lekinn úr því hófst í kjölfar jarðsskjálfta upp á 7,4 á Richter sem reið yfir Japan í gærdag.

Samkvæmt fyrstu fréttum hefur geislavirkni í kringum Onagawa þó ekki aukist þrátt fyrir lekann. Kælikerfi kjarnorkuversins stöðvaðist tímabundið eftir jarðskjálfann og keyrir nú aðeins á hálfum afköstum fyrir tvo af þremur kjarnakljúfum versins. Neyðaraflstöð er þó til reiðu ef á þarf að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×