Sport

Hrafnhildur bætti Íslandsmet í Doha

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti í dag eigið Íslandsmet í 100 m bringusundi og var aðeins 0,13 sekúndum frá því að komast í undanúrslit í greininni. Hún hafnaði í 22. sæti af 56 keppendum.

Hrafnhildur synt á 1:06,26 mínútum og bætti metið um rúma hálfa sekúndu. Fyrr í morgun keppti Eygló Ósk Gústafsdóttir í 200 m baksundi og hafnaði í tíunda sæti.

Alls keppa átta Íslendingar á HM í Doha í dag.


Tengdar fréttir

Spænsk sundkona setti tvö heimsmet á einum klukkutíma

Spænska sundkonan Mireia Belmonte náði frábærum árangri á heimsmeistaramótinu í sundi í Doha í Katar þegar hún setti tvö heimsmet á einum klukkutíma og sigraði í báðum sundum nýkjörna sundkonu ársins.

Strákarnir settu nýtt Íslandsmet í Katar

Karlasveit Íslands í sundi setti í morgun nýtt Íslandsmet í 4 x 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Doha höfuðborg Katar.

Eygló komst ekki áfram

Var nálægt Íslandsmeti sínu í 200 m baksundi en hafnaði í tíunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×