Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2014 20:30 Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. Ráðamenn á Húsavík segja enn stefnt að því að 80 milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vetur. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig kísilverksmiðjan á Bakka muni líta út fullbyggð, samkvæmt grafískum myndum frá PCC, en byggingarnar eiga að rísa tvo kílómetra frá útjaðri byggðarinnar á Húsavík. Ráðamenn PCC höfðu stefnt á lokaákvörðun um verkefnið nú í desember en þeir hafa nú tilkynnt um seinkun sökum þess að fjármögnun verkefnisins hafi tafist.Sendinefnd þýska fyrirtækisins hélt af landi brott í dag eftir að hafa fundað með ráðamönnum á Húsavík fyrr í vikunni. Fyrir hópnum fór Sabine König, framkvæmdastjóri Bakka Silicon, en með í för voru einnig fulltrúar tveggja þýskra verktakafyrirtækja og verkfræðistofunnar Eflu, að því er þingeyski fréttamiðillinn 640.is greindi frá. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, segir í samtali við Stöð 2 að PCC stefni nú að lokaákvörðun í janúar eða byrjun febrúar. Framkvæmdir færu þá þegar af stað. Sameiginlegt markmið hópsins sé að klára þetta sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa strax í febrúar.Undirbúningsframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar hófust raunar á Þeistareykjum í sumar við 90 megavatta jarðvarmavirkjun en áætlað er að stóriðjuframkvæmdirnar kalli á 80 milljarða króna fjárfestingar í Þingeyjarsýslum; í verksmiðju, orkumannvirkjum og innviðum, og allt að 700 manns vinni við uppbygginguna, þegar mest verður á næstu þremur árum. Um 150 framtíðarstörf verða síðan í kísilverinu. Tengdar fréttir Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. 1. október 2014 18:45 Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13. desember 2011 18:55 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. Ráðamenn á Húsavík segja enn stefnt að því að 80 milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vetur. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig kísilverksmiðjan á Bakka muni líta út fullbyggð, samkvæmt grafískum myndum frá PCC, en byggingarnar eiga að rísa tvo kílómetra frá útjaðri byggðarinnar á Húsavík. Ráðamenn PCC höfðu stefnt á lokaákvörðun um verkefnið nú í desember en þeir hafa nú tilkynnt um seinkun sökum þess að fjármögnun verkefnisins hafi tafist.Sendinefnd þýska fyrirtækisins hélt af landi brott í dag eftir að hafa fundað með ráðamönnum á Húsavík fyrr í vikunni. Fyrir hópnum fór Sabine König, framkvæmdastjóri Bakka Silicon, en með í för voru einnig fulltrúar tveggja þýskra verktakafyrirtækja og verkfræðistofunnar Eflu, að því er þingeyski fréttamiðillinn 640.is greindi frá. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, segir í samtali við Stöð 2 að PCC stefni nú að lokaákvörðun í janúar eða byrjun febrúar. Framkvæmdir færu þá þegar af stað. Sameiginlegt markmið hópsins sé að klára þetta sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa strax í febrúar.Undirbúningsframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar hófust raunar á Þeistareykjum í sumar við 90 megavatta jarðvarmavirkjun en áætlað er að stóriðjuframkvæmdirnar kalli á 80 milljarða króna fjárfestingar í Þingeyjarsýslum; í verksmiðju, orkumannvirkjum og innviðum, og allt að 700 manns vinni við uppbygginguna, þegar mest verður á næstu þremur árum. Um 150 framtíðarstörf verða síðan í kísilverinu.
Tengdar fréttir Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. 1. október 2014 18:45 Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13. desember 2011 18:55 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. 1. október 2014 18:45
Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13. desember 2011 18:55
Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26