Innlent

Níu manns fluttir á spítala með eitrunareinkenni

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Mynd / Stefán Karlsson.
Níu manns hafa verið fluttir á spítala með misvæg eitrunareinkenni samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars vegna uppkasta, sviða og hósta.

Slökkviliðið var kallað að tónlistarhúsinu Hörpunni á sjötta tímanum vegna gasleika í veitingastaðnum Munnhörpunni.

Í ljós kom að ekki var um gasleka að ræða. Varðstjóri slökkviliðsins segir að líklega sé um ofnhreinsi að ræða. Enn er verið að leita að skaðvaldinum.

Tónlistarstjóri Hörpunnar, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, sagði í viðtali við Vísi fyrir stundu búið væri að aflýsa hættuástandi í húsinu.

„Við erum með svo næm kerfi að þau pikka allt upp," sagði Steinunn Birna en hundruð manna voru í húsinu þegar allt tiltækt lið slökkviliðsins kom á vettvang. Lögregla lokaði svæðinu í kring og hinir slösuðu njóta nú aðhlynningar á spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×