Þrjú dauðsföll barna í New York tengd við barnasjúkdóminn Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 14:31 Andrew Cuomo óttast að sjúkdómurinn hafi verið í gangi í einhverjar vikur. Vísir/getty Dauðsföll þriggja barna eru nú talin vera af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem er sagður geta tengst kórónuveirunni sem veldur Covid-19. Öll börnin höfðu greinst með Covid-19 eða önnur afbrigði af kórónuveirunni að því er fram kemur á vef Reuters. Á meðal barnanna sem hafa látist er fimm ára drengur sem lést nýverið. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá því á upplýsingafundi í gær og sagði það vera til skoðunar hvort rækja mætti önnur dauðsföll barna í ríkinu til sjúkdómsins. Heilbrigðisyfirvöld skoða nú 73 sambærileg tilfelli og hefur það grafið undan þeirri kenningu að Covid-19 leggist ekki illa á börn. Að sögn Cuomo gæti nýi barnasjúkdómurinn hafa verið á kreiki í einhverjar vikur án þess að læknar hafi komið auga á tengingu við kórónuveiruna. Einkenni sjúkdómsins eru sögð líkjast Kawasaki-sjúkdómnum sem er bólgusjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á börn. Þannig myndar sjúkdómurinn óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum og börn geta orðið afar lasin. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, sagði í samtali við Vísi á dögunum að fylgst væri náið með gangi mála en sjúkdómurinn hefur meðal annars greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp,“ sagði Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Dauðsföll þriggja barna eru nú talin vera af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem er sagður geta tengst kórónuveirunni sem veldur Covid-19. Öll börnin höfðu greinst með Covid-19 eða önnur afbrigði af kórónuveirunni að því er fram kemur á vef Reuters. Á meðal barnanna sem hafa látist er fimm ára drengur sem lést nýverið. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá því á upplýsingafundi í gær og sagði það vera til skoðunar hvort rækja mætti önnur dauðsföll barna í ríkinu til sjúkdómsins. Heilbrigðisyfirvöld skoða nú 73 sambærileg tilfelli og hefur það grafið undan þeirri kenningu að Covid-19 leggist ekki illa á börn. Að sögn Cuomo gæti nýi barnasjúkdómurinn hafa verið á kreiki í einhverjar vikur án þess að læknar hafi komið auga á tengingu við kórónuveiruna. Einkenni sjúkdómsins eru sögð líkjast Kawasaki-sjúkdómnum sem er bólgusjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á börn. Þannig myndar sjúkdómurinn óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum og börn geta orðið afar lasin. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, sagði í samtali við Vísi á dögunum að fylgst væri náið með gangi mála en sjúkdómurinn hefur meðal annars greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp,“ sagði Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02