Tígurinn heldur áfram að bíta frá sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2018 08:30 Tiger fagnar fuglinum magnaða í gær. vísir/getty Bæði Tiger Woods og Rory McIlroy eru á meðal efstu manna eftir fyrsta daginn á Arnold Palmer boðsmótinu í golfi. Svíinn Henrik Stenson leiðir mótið á átta höggum undir pari en Tiger er í sjöunda sæti ásamt fleirum. Hann er fjórum höggum á eftir Stenson og Rory McIlroy er svo höggi á eftir Tiger. Tiger var með sex fugla á hringnum í gær en þann fallegasta má sjá hér að neðan. Hann er nánast að pútta af bílastæðinu og ofan í.WOW!!! @TigerWoods from 71 feet ...#QuickHitspic.twitter.com/xO7XWJVv9p — PGA TOUR (@PGATOUR) March 15, 2018 Tiger hefur unnið átta sinnum á Bay Hill en það eru komin fimm ár síðan hann vann golfmót síðast. „Ég er bara að keppa og njóta þess. Það er svo langt síðan ég gat gert það og það var eiginleg bara spurning hvenær ég myndi fara að njóta þess á ný,“ sagði Tiger en hann hefur verið þjáður í mörg ár og farið í fjórar bakaðgerðir. „Tilfinningin hjá mér er sú að ég er ekkert að hugsa of mikið. Ég er bara í rétta fílingnum og læt vaða. Tilfinningin er komin aftur.“ Golfstöðin sýnir frá mótinu og hefst útsending klukkan 18.00 í kvöld. Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bæði Tiger Woods og Rory McIlroy eru á meðal efstu manna eftir fyrsta daginn á Arnold Palmer boðsmótinu í golfi. Svíinn Henrik Stenson leiðir mótið á átta höggum undir pari en Tiger er í sjöunda sæti ásamt fleirum. Hann er fjórum höggum á eftir Stenson og Rory McIlroy er svo höggi á eftir Tiger. Tiger var með sex fugla á hringnum í gær en þann fallegasta má sjá hér að neðan. Hann er nánast að pútta af bílastæðinu og ofan í.WOW!!! @TigerWoods from 71 feet ...#QuickHitspic.twitter.com/xO7XWJVv9p — PGA TOUR (@PGATOUR) March 15, 2018 Tiger hefur unnið átta sinnum á Bay Hill en það eru komin fimm ár síðan hann vann golfmót síðast. „Ég er bara að keppa og njóta þess. Það er svo langt síðan ég gat gert það og það var eiginleg bara spurning hvenær ég myndi fara að njóta þess á ný,“ sagði Tiger en hann hefur verið þjáður í mörg ár og farið í fjórar bakaðgerðir. „Tilfinningin hjá mér er sú að ég er ekkert að hugsa of mikið. Ég er bara í rétta fílingnum og læt vaða. Tilfinningin er komin aftur.“ Golfstöðin sýnir frá mótinu og hefst útsending klukkan 18.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira