Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 16. mars 2018 16:00 Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. Málið sé eintómt klúður og þremenningarnir hafi treyst því að endurskoðendur sem unnu fyrir þá hafi verið að vinna vinnuna sína. „Þetta er allt bara eintómt klúður. Við treystum náttúrulega fólki sem við erum að vinna með og þetta fór kannski ekki eins og það átti að vera, vinnubrögð voru kannski ekki alveg rétt og við erum búnir að vera að vinna í því að laga það undanfarið,“ segir Georg í samtali við fréttastofu.Segir að málið eigi að vera í réttum farvegi Hann segir meðlimi sveitarinnar hafa vitað af málinu í nokkurn tíma en hann muni ekki nákvæmlega hversu lengi. „En við erum búnir að vera að vinna í því að laga allt saman og þetta á allt að vera í réttum farvegi,“ segir Georg. Aðspurður hvort það hafi verið íslenskir endurskoðendur sem klikkuðu segir hann svo vera í raun og veru. „Það hefur eitthvað misskilist en við berum náttúrulega ábyrgð á því sjálfir og kannski kennir okkur þá lexíu að fylgjast betur með. En við erum tónlistarmenn, við erum ekki endurskoðendur, og kannski flókið að vera endurskoðandi fyrir svona batterí eins okkur þannig að þetta klikkaði eitthvað.“„Við viljum einfaldlega hafa allt uppi á borði og í hreinskilni“ Georg kveðst ekki vita hvaða tekjur það voru sem voru vantaldar né hversu há krafa skattayfirvalda er á þremenningana.En er kyrrsetningin enn í gildi? „Svo best ég viti já, en hún skiptir ekkert endilega höfuðmáli. Maður er ekki að fara neitt. Við vinnum úr þessu og lögum þetta og sjáum til hvernig þetta fer. Það er búið að vera að vinna í þessu í svolítinn tíma og verður áfram þar til þetta er allt leyst. Það er ekkert annað í boði. Við viljum einfaldlega hafa allt uppi á borði og í hreinskilni. Við erum engir svikarar,“ segir Georg. Hann kveðst ekki vita á hvaða stað málið sé nákvæmlega núna en ítrekar að allt verði lagað og að meðlimir sveitarinnar láti lögmenn sína og endurskoðendur um það.Uppfært klukkan 16:20: Eftirfarandi yfirlýsing var að berast frá Sigur Rós:Í kjölfar fréttaflutnings af málefnum Sigur Rósar vill hljómsveitin koma eftirfarandi á framfæri:Sigur Rós hafa ekkert að fela og hafa veitt allar upplýsingar til skattrannsóknarstjóra (SRS) til að greiða úr þeim málum sem þar eru til rannsóknar. Endurskoðunarfyrirtækið PWC á Íslandi sá um framtalsgerð og skattskil Sigur Rósar frá upphafi ferils þeirra og þangað til ársins 2012, þegar endurskoðandi hljómsveitarinnar innan PWC stofnaði sitt eigið endurskoðunarfyrirtæki, Rýni Endurskoðun. Síðla árs 2014 var hljómsveitinni tilkynnt að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsskilum meðlima hennar á tímabilinu 2010-2014. Ekki er ágreiningur um það af hálfu Sigur Rósar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á þessu tímabili. Þessi tilkynning kom hljómsveitinni í opna skjöldu enda stóðu meðlimir hennar í góðri trú um að rétt væri staðið að skattskilum þeirra og framtalsgerð af hálfu þess sérfræðings sem hljómsveitin hafði ráðið til að sjá um þessi mál. Þetta var Sigur Rós og meðlimum hennar mikil vonbrigði en alla tíð hafa meðlimir Sigur Rósar lagt áherslu á að rétt væri staðið að skattskilum þeirra hér á landi.Hljómsveitin réð nýtt bókhaldsfyrirtæki, Virtus, í byrjun árs 2015 til að hefja ferli við að koma skattskilum og framtalsgerð hljómsveitarinnar í rétt horf í samræmi við lög og reglur. Sigur Rós hefur fullan skilning á rannsókn SRS en þykir miður að embættið hafi ákveðið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. Málið sé eintómt klúður og þremenningarnir hafi treyst því að endurskoðendur sem unnu fyrir þá hafi verið að vinna vinnuna sína. „Þetta er allt bara eintómt klúður. Við treystum náttúrulega fólki sem við erum að vinna með og þetta fór kannski ekki eins og það átti að vera, vinnubrögð voru kannski ekki alveg rétt og við erum búnir að vera að vinna í því að laga það undanfarið,“ segir Georg í samtali við fréttastofu.Segir að málið eigi að vera í réttum farvegi Hann segir meðlimi sveitarinnar hafa vitað af málinu í nokkurn tíma en hann muni ekki nákvæmlega hversu lengi. „En við erum búnir að vera að vinna í því að laga allt saman og þetta á allt að vera í réttum farvegi,“ segir Georg. Aðspurður hvort það hafi verið íslenskir endurskoðendur sem klikkuðu segir hann svo vera í raun og veru. „Það hefur eitthvað misskilist en við berum náttúrulega ábyrgð á því sjálfir og kannski kennir okkur þá lexíu að fylgjast betur með. En við erum tónlistarmenn, við erum ekki endurskoðendur, og kannski flókið að vera endurskoðandi fyrir svona batterí eins okkur þannig að þetta klikkaði eitthvað.“„Við viljum einfaldlega hafa allt uppi á borði og í hreinskilni“ Georg kveðst ekki vita hvaða tekjur það voru sem voru vantaldar né hversu há krafa skattayfirvalda er á þremenningana.En er kyrrsetningin enn í gildi? „Svo best ég viti já, en hún skiptir ekkert endilega höfuðmáli. Maður er ekki að fara neitt. Við vinnum úr þessu og lögum þetta og sjáum til hvernig þetta fer. Það er búið að vera að vinna í þessu í svolítinn tíma og verður áfram þar til þetta er allt leyst. Það er ekkert annað í boði. Við viljum einfaldlega hafa allt uppi á borði og í hreinskilni. Við erum engir svikarar,“ segir Georg. Hann kveðst ekki vita á hvaða stað málið sé nákvæmlega núna en ítrekar að allt verði lagað og að meðlimir sveitarinnar láti lögmenn sína og endurskoðendur um það.Uppfært klukkan 16:20: Eftirfarandi yfirlýsing var að berast frá Sigur Rós:Í kjölfar fréttaflutnings af málefnum Sigur Rósar vill hljómsveitin koma eftirfarandi á framfæri:Sigur Rós hafa ekkert að fela og hafa veitt allar upplýsingar til skattrannsóknarstjóra (SRS) til að greiða úr þeim málum sem þar eru til rannsóknar. Endurskoðunarfyrirtækið PWC á Íslandi sá um framtalsgerð og skattskil Sigur Rósar frá upphafi ferils þeirra og þangað til ársins 2012, þegar endurskoðandi hljómsveitarinnar innan PWC stofnaði sitt eigið endurskoðunarfyrirtæki, Rýni Endurskoðun. Síðla árs 2014 var hljómsveitinni tilkynnt að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsskilum meðlima hennar á tímabilinu 2010-2014. Ekki er ágreiningur um það af hálfu Sigur Rósar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á þessu tímabili. Þessi tilkynning kom hljómsveitinni í opna skjöldu enda stóðu meðlimir hennar í góðri trú um að rétt væri staðið að skattskilum þeirra og framtalsgerð af hálfu þess sérfræðings sem hljómsveitin hafði ráðið til að sjá um þessi mál. Þetta var Sigur Rós og meðlimum hennar mikil vonbrigði en alla tíð hafa meðlimir Sigur Rósar lagt áherslu á að rétt væri staðið að skattskilum þeirra hér á landi.Hljómsveitin réð nýtt bókhaldsfyrirtæki, Virtus, í byrjun árs 2015 til að hefja ferli við að koma skattskilum og framtalsgerð hljómsveitarinnar í rétt horf í samræmi við lög og reglur. Sigur Rós hefur fullan skilning á rannsókn SRS en þykir miður að embættið hafi ákveðið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu.
Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51