Nýtt afgreiðslukerfi leiðir ekki til uppsagna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2018 21:00 Nýtt sjálfsafgreiðslukerfi í matvöruverslunum mun ekki stuðla að fækkun starfsfólks en mun auka þjónustu við viðskiptavini. Þetta segir rekstrarstjóri Krónunnar en verslunarkeðjan innleiðir nú nýtt afgreiðslukerfi í verslunum sínum. Afgreiðslumátinn sem um ræðir hefur verið í boði í Ikea hér á landi í þó nokkurn tíma en nú er verið að innleiða hann í matvöruverslunum. Afgreiðslumátann þekkjum við úr sambærilegum verslunum í evrópu og Bandaríkjunum en reynslan frá Norðurlöndum sýnir að viðskiptavinir velja í auknum mæli sjálfsafgreiðslu fram yfir þjónustaða-afgreiðslukassa í matvöruverslunum. Neytendakannanir, framkvæmdar af Deloitte í Bretlandi sýna að sjálfsafgreiðsla sé orðin fyrsta val viðskiptavina í verslunum þar í landi. „Þetta er valkostur. Þú getur farið í þjónustukassa eða þú getur líka gert þetta sjálfur,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Tækniframfarir hafa orðið í þessu eins og öðru og nýjasta afgreiðslulausnin er verslunum Amazon Go í Seattle þar sem viðskiptavinur verslar inn og þarf aldrei að taka upp veskið, hvað þá að fara á kassa. Þar veit gervigreindin hvað þú ert að versla. „Það er enn á tilraunastigi hjá þeim og ég held að það væri of stór skref fyrir okkur og fyrir flestar aðrar þjóðir líka,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Oft á tíðum hafa Íslendingar staðið framarlega í innleiðingu á tækniþróun en Ægir segir enga skýringu á því hvers vegna þetta afgreiðslukerfi hafi ekki verið innleitt fyrr í matvöruverslunum hér á landi. „Ég á í rauninni ekkert gott svar við því. Það er allt sem bendir til þess að þetta verði tekið með áhlaupi eins og annað sem Íslendingar taka sér fyrir hendur þegar tæknin er annars vegar,“ segir Ægir. Oft hefur tæknivæðing fyrirtækja leitt til uppsagna starfsfólks en rekstrarstjóri Krónunnar segir svo ekki verða hjá þeim. „Nei, alls ekki. Þetta er bara aukin þjónusta fyrst og fremst,“ segir Kristinn. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Nýtt sjálfsafgreiðslukerfi í matvöruverslunum mun ekki stuðla að fækkun starfsfólks en mun auka þjónustu við viðskiptavini. Þetta segir rekstrarstjóri Krónunnar en verslunarkeðjan innleiðir nú nýtt afgreiðslukerfi í verslunum sínum. Afgreiðslumátinn sem um ræðir hefur verið í boði í Ikea hér á landi í þó nokkurn tíma en nú er verið að innleiða hann í matvöruverslunum. Afgreiðslumátann þekkjum við úr sambærilegum verslunum í evrópu og Bandaríkjunum en reynslan frá Norðurlöndum sýnir að viðskiptavinir velja í auknum mæli sjálfsafgreiðslu fram yfir þjónustaða-afgreiðslukassa í matvöruverslunum. Neytendakannanir, framkvæmdar af Deloitte í Bretlandi sýna að sjálfsafgreiðsla sé orðin fyrsta val viðskiptavina í verslunum þar í landi. „Þetta er valkostur. Þú getur farið í þjónustukassa eða þú getur líka gert þetta sjálfur,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Tækniframfarir hafa orðið í þessu eins og öðru og nýjasta afgreiðslulausnin er verslunum Amazon Go í Seattle þar sem viðskiptavinur verslar inn og þarf aldrei að taka upp veskið, hvað þá að fara á kassa. Þar veit gervigreindin hvað þú ert að versla. „Það er enn á tilraunastigi hjá þeim og ég held að það væri of stór skref fyrir okkur og fyrir flestar aðrar þjóðir líka,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Oft á tíðum hafa Íslendingar staðið framarlega í innleiðingu á tækniþróun en Ægir segir enga skýringu á því hvers vegna þetta afgreiðslukerfi hafi ekki verið innleitt fyrr í matvöruverslunum hér á landi. „Ég á í rauninni ekkert gott svar við því. Það er allt sem bendir til þess að þetta verði tekið með áhlaupi eins og annað sem Íslendingar taka sér fyrir hendur þegar tæknin er annars vegar,“ segir Ægir. Oft hefur tæknivæðing fyrirtækja leitt til uppsagna starfsfólks en rekstrarstjóri Krónunnar segir svo ekki verða hjá þeim. „Nei, alls ekki. Þetta er bara aukin þjónusta fyrst og fremst,“ segir Kristinn.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira