Birkir: Eiður Smári henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar með Pep Guardiola, Lionel Messi og öllum hinum hjá Barcelona eftir að liðið lenti í Barcelona eftir flugið heim frá Róm í maí 2009. EPA/ALBERTO ESTEVEZ Hver hefði ekki þegið það að skemmta sér með stórstjörnum Barcelona eftir að þeir unnu þrennuna vorið 2009. Birkir Kristinsson var svo heppinn að fá að vera með í fjörinu í Rómarborg. Birkir Kristinsson, leikjahæsti markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði margar skemmtilegar sögur frá ferlinum og ævi sinni þegar hann var gestur í hlaðvarpsþættinumn Miðjunni á Fótbolta.net. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona liðsins, fékk flugferð eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni 2009.EPA/ROBERTO TEDESCHI Eiður Smári Guðjohnsen var með Barcelona liðinu á sögulegu tímabilið liðsins 2008-09 en liðið hafði þegar tryggt sér sigur í spænsku deildinni og í spænska bikarnum þegar var komið að úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United í Róm. Eiður Smári reddaði góðum miðum „Ég og frúin vorum á leiknum. Eiður var í hópnum hjá Barcelona og fékk okkur út og var með miða og allt. Við skelltum okkur út og vorum á mjög fínum stað og horfðum á leikinn," segir Birkir Kristinsson í hlaðvarpsþættinum en frúin var tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir. Birkir djammaði með Barcelona er þeir unnu Meistaradeildina https://t.co/emdlYKdl8H— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 3, 2020 Barcelona vann leikinn 2-0 með mörkum frá Samuel Eto'o og Lionel Messi. Eiður Smári var allan tímann á bekknum en í byrjunarliðinu voru auk Messi og Eto'o leikmenn eins og Xavi, Andrés Iniesta, Thierry Henry. Þetta var fyrsta tímabil Pep Guardiola og hann notaði bara tvær af þremur skiptingum sínum í leik. Eiður fékk því ekki að koma inn á í leiknum. „Við ætluðum heim á hótel eftir leik en Eiður hringdi og bað okkur að koma á stað þar sem leikmennirnir voru. Hann gaf mér heimilisfang og við tókum leigubíl þangað en þar var allt stappað og ekki séns að komast áfram. Þá voru þeir inni í húsi þar sem var móttaka fyrir þá en þjappað fyrir utan og við komumst ekki áfram," hélt Birkir áfram í viðtalinu. Lionel Messi og Andres Iniesta með Meistaradeildarbikarinn í leikslok.EPA/ETTORE FERRARI Léku saman eftirminnilega landsleiki Eiður Smári og Birkir þekktust vel síðan þeir léku saman í íslenska landsliðinu. Alls náðu Eiður Smári og Birkir að spila saman átta landsleiki og Birkir Kristinsson hélt hreinu bæði í fyrsta landsleik Eiðs árið 1996 sem og þegar Eiður Smári opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í september 1999. Síðasti leikur þeirra saman var frægur 2-0 sigur á Ítalíu í vináttuleik á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Fóru með í rútuna með liðinu Birkir sagði meira frá þessu eftirminnilega kvöldi. „Ég hringi í Eið og hann segir okkur hvar við eigum að koma og þegar við komum að þeirri hurð eru þeir að fara. Við sjáum þá labba út um hlið og hann segir okkur að koma okkur þangað. Á endanum komumst við að og Eiður henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi var beint á undan okkur. Við fórum svo inn í rútu með liðinu. Þetta var svolítið fríkað," sagði Birkir en í kjölfarið voru þau með liðinu er það skemmti sér um kvöldið. Morguninn eftir héldu þau síðan til Barcelona og fögnuðu með liðinu þar líka. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Hver hefði ekki þegið það að skemmta sér með stórstjörnum Barcelona eftir að þeir unnu þrennuna vorið 2009. Birkir Kristinsson var svo heppinn að fá að vera með í fjörinu í Rómarborg. Birkir Kristinsson, leikjahæsti markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði margar skemmtilegar sögur frá ferlinum og ævi sinni þegar hann var gestur í hlaðvarpsþættinumn Miðjunni á Fótbolta.net. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona liðsins, fékk flugferð eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni 2009.EPA/ROBERTO TEDESCHI Eiður Smári Guðjohnsen var með Barcelona liðinu á sögulegu tímabilið liðsins 2008-09 en liðið hafði þegar tryggt sér sigur í spænsku deildinni og í spænska bikarnum þegar var komið að úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United í Róm. Eiður Smári reddaði góðum miðum „Ég og frúin vorum á leiknum. Eiður var í hópnum hjá Barcelona og fékk okkur út og var með miða og allt. Við skelltum okkur út og vorum á mjög fínum stað og horfðum á leikinn," segir Birkir Kristinsson í hlaðvarpsþættinum en frúin var tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir. Birkir djammaði með Barcelona er þeir unnu Meistaradeildina https://t.co/emdlYKdl8H— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 3, 2020 Barcelona vann leikinn 2-0 með mörkum frá Samuel Eto'o og Lionel Messi. Eiður Smári var allan tímann á bekknum en í byrjunarliðinu voru auk Messi og Eto'o leikmenn eins og Xavi, Andrés Iniesta, Thierry Henry. Þetta var fyrsta tímabil Pep Guardiola og hann notaði bara tvær af þremur skiptingum sínum í leik. Eiður fékk því ekki að koma inn á í leiknum. „Við ætluðum heim á hótel eftir leik en Eiður hringdi og bað okkur að koma á stað þar sem leikmennirnir voru. Hann gaf mér heimilisfang og við tókum leigubíl þangað en þar var allt stappað og ekki séns að komast áfram. Þá voru þeir inni í húsi þar sem var móttaka fyrir þá en þjappað fyrir utan og við komumst ekki áfram," hélt Birkir áfram í viðtalinu. Lionel Messi og Andres Iniesta með Meistaradeildarbikarinn í leikslok.EPA/ETTORE FERRARI Léku saman eftirminnilega landsleiki Eiður Smári og Birkir þekktust vel síðan þeir léku saman í íslenska landsliðinu. Alls náðu Eiður Smári og Birkir að spila saman átta landsleiki og Birkir Kristinsson hélt hreinu bæði í fyrsta landsleik Eiðs árið 1996 sem og þegar Eiður Smári opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í september 1999. Síðasti leikur þeirra saman var frægur 2-0 sigur á Ítalíu í vináttuleik á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Fóru með í rútuna með liðinu Birkir sagði meira frá þessu eftirminnilega kvöldi. „Ég hringi í Eið og hann segir okkur hvar við eigum að koma og þegar við komum að þeirri hurð eru þeir að fara. Við sjáum þá labba út um hlið og hann segir okkur að koma okkur þangað. Á endanum komumst við að og Eiður henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi var beint á undan okkur. Við fórum svo inn í rútu með liðinu. Þetta var svolítið fríkað," sagði Birkir en í kjölfarið voru þau með liðinu er það skemmti sér um kvöldið. Morguninn eftir héldu þau síðan til Barcelona og fögnuðu með liðinu þar líka. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira