Í hvaða jólaboðum eiga börnin að vera? Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. desember 2013 00:00 Mikilvægt er að ræða fyrirfram við börn í stjúpfjölskyldum hvernig jólahaldið verður. Nordicphotos/getty „Jólaboðin og jólagjafirnar geta ekki bara valdið börnum og foreldrum í stjúpfjölskyldum hugarangri, ef fólk hefur ekki rætt um hvernig hafa á hlutina, heldur einnig ömmum og öfum,“ segir Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi. „Stjúpömmur hafa til dæmis haft samband við mig vegna fyrirkomulags jólaboða. Þær eru leiðar yfir því að barnabarnið skuli eftir skilnað foreldranna vera í jólaboði annars staðar en í staðinn er kannski stjúpömmubarn nýs maka með í jólaboðinu. Þetta getur tekið á ef ekki hefur verið rætt um þetta fyrirfram.“ Björk, sem veitir ráðgjöf hjá Félagi stjúpfjölskyldna, segir einnig jólagjafir vera ásteytingarstein. „Ömmur og afar og jafnvel stjúpforeldrar velta oft fyrir sér hvort stjúpbörnin eigi að fá jafnverðmætar gjafir og hin börnin þar sem þau fá nefnilega oft fleiri gjafir. Það sem skiptir máli er að börn sem eru saman þegar jólagjafirnar eru teknar upp fái jafnverðmætar gjafir frá sama aðila. Systkini bera sig saman og auðvitað gera stjúpsystkini það líka og þetta er viðkvæmara þegar þau eiga í hlut. Aðalatriðið er að gæta hófs á öllum sviðum.“björk ErlendsdóttirAð sögn Bjarkar eru ekki allir sammála þessum ráðum hennar. „Sumir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þeirra eigið barnabarn eigi að fá verðmætari gjöf. En þá bendi ég á að það er hægt að dreifa gjöfum yfir árið. Ef barnabarnið eða stjúpbarnabarnið vantar til dæmis yfirhöfn, kuldaskó eða aðra dýra hluti er hægt að taka þátt í kaupum á slíku á öðrum tímum ársins.“ Börnin hafa oft áhyggjur af því hvar þau eigi að vera á jólunum séu samskiptin milli foreldranna stirð, að því er Björk greinir frá. „Það er afar mikilvægt að vanda sig, bera virðingu hvert fyrir öðru og ná samkomulagi, alveg eins og í öðrum fjölskyldum. Síðan þarf að ræða við börnin og segja þeim hvernig fyrirkomulagið verður. Það er jafnframt mikilvægt að segja börnunum að mamman og pabbinn séu búin að ræða saman um þetta þannig að þau séu ekki í því hlutverki að bera skilaboð á milli. Svo er gott að hafa í huga að það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt með börnunum sem þau eru vön að gera dagana fyrir jólin. Það má ekki gleyma því að þau eru vanaföst alveg eins og fullorðna fólkið. Þetta á allt að snúast um það sem er börnunum fyrir bestu. Fólk leysir þetta eftir þeim bjargráðum sem hver fjölskylda hefur.“ Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
„Jólaboðin og jólagjafirnar geta ekki bara valdið börnum og foreldrum í stjúpfjölskyldum hugarangri, ef fólk hefur ekki rætt um hvernig hafa á hlutina, heldur einnig ömmum og öfum,“ segir Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi. „Stjúpömmur hafa til dæmis haft samband við mig vegna fyrirkomulags jólaboða. Þær eru leiðar yfir því að barnabarnið skuli eftir skilnað foreldranna vera í jólaboði annars staðar en í staðinn er kannski stjúpömmubarn nýs maka með í jólaboðinu. Þetta getur tekið á ef ekki hefur verið rætt um þetta fyrirfram.“ Björk, sem veitir ráðgjöf hjá Félagi stjúpfjölskyldna, segir einnig jólagjafir vera ásteytingarstein. „Ömmur og afar og jafnvel stjúpforeldrar velta oft fyrir sér hvort stjúpbörnin eigi að fá jafnverðmætar gjafir og hin börnin þar sem þau fá nefnilega oft fleiri gjafir. Það sem skiptir máli er að börn sem eru saman þegar jólagjafirnar eru teknar upp fái jafnverðmætar gjafir frá sama aðila. Systkini bera sig saman og auðvitað gera stjúpsystkini það líka og þetta er viðkvæmara þegar þau eiga í hlut. Aðalatriðið er að gæta hófs á öllum sviðum.“björk ErlendsdóttirAð sögn Bjarkar eru ekki allir sammála þessum ráðum hennar. „Sumir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þeirra eigið barnabarn eigi að fá verðmætari gjöf. En þá bendi ég á að það er hægt að dreifa gjöfum yfir árið. Ef barnabarnið eða stjúpbarnabarnið vantar til dæmis yfirhöfn, kuldaskó eða aðra dýra hluti er hægt að taka þátt í kaupum á slíku á öðrum tímum ársins.“ Börnin hafa oft áhyggjur af því hvar þau eigi að vera á jólunum séu samskiptin milli foreldranna stirð, að því er Björk greinir frá. „Það er afar mikilvægt að vanda sig, bera virðingu hvert fyrir öðru og ná samkomulagi, alveg eins og í öðrum fjölskyldum. Síðan þarf að ræða við börnin og segja þeim hvernig fyrirkomulagið verður. Það er jafnframt mikilvægt að segja börnunum að mamman og pabbinn séu búin að ræða saman um þetta þannig að þau séu ekki í því hlutverki að bera skilaboð á milli. Svo er gott að hafa í huga að það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt með börnunum sem þau eru vön að gera dagana fyrir jólin. Það má ekki gleyma því að þau eru vanaföst alveg eins og fullorðna fólkið. Þetta á allt að snúast um það sem er börnunum fyrir bestu. Fólk leysir þetta eftir þeim bjargráðum sem hver fjölskylda hefur.“
Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira