Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2013 12:58 Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson boraði við Vestur-Grænland fyrir 2 árum. Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun; Exxon Mobil vilji á næstu árum leggja meiri áherslu á tiltölulega hagkvæma olíuvinnslu úr olíusandi fremur en mjög dýra og áhættusama olíuleit á heimskautasvæðum. Danska blaðið Berlingske Tidende og olíuviðskiptavefurinn Upstream hafa bæði greint frá þessu. Exxon Mobil hefur þegar skilað inn einu sérleyfi við Vestur-Grænland og er einnig sagt ætla að skila öðru leyfi til baka. Félagið hefur ekki staðfest þessa stefnubreytingu, aðeins sagt að það hafi ekki tekið þátt í síðasta útboði við Grænland og sé sem stendur ekki í olíuleit þar. Talsmaður Exxon Mobil undirstrikar þó að félagið sé áfram stór þátttakandi í starfsemi á öðrum heimskautasvæðum, þar á meðal í Kanada og Alaska, og einnig undan ströndum Rússlands, þar sem það áformi olíuboranir í Karahafi á næsta ári. „Þetta er fremur spurning um hvernig við forgangsröðum fjármunum til olíuleitar,“ hefur Upstream eftir talsmanni Exxon Mobil. Berlingske Tidende bendir á að í olíusandinum geti félögin gengið að olíunni nokkurn veginn vísri. Á Norðurslóðum, eins og við Austur- og Vestur-Grænland, þurfi þau hins vegar að gera ráð fyrir verja milljörðum dollara til olíuleitar án þess að vera viss um að finna einn einasta dropa. Þá segir Upstream að leitarkostnaður við Grænland hafi hækkað verulega vegna strangari öryggiskrafna landsins. Exxon Mobil er sem stendur þátttakandi í svokölluðum Kanumas-hópi, með olíurisum eins og Statoil, BP, Chevron og Shell, sem hefur forgang að sérleyfum við Austur-Grænland. Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun; Exxon Mobil vilji á næstu árum leggja meiri áherslu á tiltölulega hagkvæma olíuvinnslu úr olíusandi fremur en mjög dýra og áhættusama olíuleit á heimskautasvæðum. Danska blaðið Berlingske Tidende og olíuviðskiptavefurinn Upstream hafa bæði greint frá þessu. Exxon Mobil hefur þegar skilað inn einu sérleyfi við Vestur-Grænland og er einnig sagt ætla að skila öðru leyfi til baka. Félagið hefur ekki staðfest þessa stefnubreytingu, aðeins sagt að það hafi ekki tekið þátt í síðasta útboði við Grænland og sé sem stendur ekki í olíuleit þar. Talsmaður Exxon Mobil undirstrikar þó að félagið sé áfram stór þátttakandi í starfsemi á öðrum heimskautasvæðum, þar á meðal í Kanada og Alaska, og einnig undan ströndum Rússlands, þar sem það áformi olíuboranir í Karahafi á næsta ári. „Þetta er fremur spurning um hvernig við forgangsröðum fjármunum til olíuleitar,“ hefur Upstream eftir talsmanni Exxon Mobil. Berlingske Tidende bendir á að í olíusandinum geti félögin gengið að olíunni nokkurn veginn vísri. Á Norðurslóðum, eins og við Austur- og Vestur-Grænland, þurfi þau hins vegar að gera ráð fyrir verja milljörðum dollara til olíuleitar án þess að vera viss um að finna einn einasta dropa. Þá segir Upstream að leitarkostnaður við Grænland hafi hækkað verulega vegna strangari öryggiskrafna landsins. Exxon Mobil er sem stendur þátttakandi í svokölluðum Kanumas-hópi, með olíurisum eins og Statoil, BP, Chevron og Shell, sem hefur forgang að sérleyfum við Austur-Grænland.
Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira