Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 18:05 Icelandair reynir nú að ljúka samningum við starfsfólk á sama tíma og reynt er að bjarga rekstri félagsins frá afleiðingum kórónuveiruheimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Samningurinn er sagður styrkja samkeppnishæfni Icelandair og standa vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. Kórónaveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi Icelandair. Mikil óvissa er um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum tekur við sér á ný. Félagið hefur þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við óvissunni. Á sama tíma er unnið að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að samningurinn sé mikilvægt skref í að styrkja stöðu félagsins og samkeppnishæfni á alþjóðamarkaði svo það verði tilbúið til að sækja fram aftur þegar óvissu lýkur. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við Vísi að flugvirkjar taki á sig kjaraskerðingu með samningnum. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. „Þetta snýst ekki bara um tölur heldur um ákveðinn sveigjanleika líka um vinnutíma og breytingar á aukagreiðslum og slíku sem er verið að skerða í rauninni,“ segir Guðmundur Úlfar. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð um kjaraskerðingu upp á 25%. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag án niðurstöðu en samningar flugfreyja hafa verið lausir frá ársbyrjun í fyrra. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu. Guðmundur Úlfar segist eiga von á að niðurstöður liggi fyrir um næstu helgi. „Það er algerlega óljóst hvernig þessar breytingar leggjast í félagsmenn að svo stöddu. Við munum bara fara yfir þetta með félagsmönnum á næstu dögum og útskýra. Svo verður tekin afstaða í kosningu,“ segir hann spurður að því hvort hann telji félagsmenn styðja kjaraskerðingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Samningurinn er sagður styrkja samkeppnishæfni Icelandair og standa vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. Kórónaveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi Icelandair. Mikil óvissa er um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum tekur við sér á ný. Félagið hefur þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við óvissunni. Á sama tíma er unnið að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að samningurinn sé mikilvægt skref í að styrkja stöðu félagsins og samkeppnishæfni á alþjóðamarkaði svo það verði tilbúið til að sækja fram aftur þegar óvissu lýkur. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við Vísi að flugvirkjar taki á sig kjaraskerðingu með samningnum. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. „Þetta snýst ekki bara um tölur heldur um ákveðinn sveigjanleika líka um vinnutíma og breytingar á aukagreiðslum og slíku sem er verið að skerða í rauninni,“ segir Guðmundur Úlfar. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð um kjaraskerðingu upp á 25%. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag án niðurstöðu en samningar flugfreyja hafa verið lausir frá ársbyrjun í fyrra. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu. Guðmundur Úlfar segist eiga von á að niðurstöður liggi fyrir um næstu helgi. „Það er algerlega óljóst hvernig þessar breytingar leggjast í félagsmenn að svo stöddu. Við munum bara fara yfir þetta með félagsmönnum á næstu dögum og útskýra. Svo verður tekin afstaða í kosningu,“ segir hann spurður að því hvort hann telji félagsmenn styðja kjaraskerðingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira