Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:45 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að unnt sé að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. „Ferðalög í heiminum eru að dragast saman og það mun hafa áhrif á okkur. Líklega munum við sjá töluverð áhrif á öðrum ársfjórðungi. Minni ferðalög og það þýðir að einhverju leyti minn gjaldeyristekjur," segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Hann segir þjóðarbúið vel statt til að mæta áfallinu. Viðskiptaafgangur var mikill á síðasta ári, eða 172 milljarðar króna, ríkissjóður er lítið skuldsettur og gjaldeyrisforðinn er stór. „Þannig við getum alveg staðið af okkur tímabundin áföll og kórónuveiran er tímabundin," segir Ásgeir. Kórónuveiran mun hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna.Vísir/Vilhelm Undirbúa aðgerðir Seðlabankinn kynnti ráðherrum í gær mögulegar aðgerðir til að bregaðst við áhrifum veirunnar. Í fyrsta lagi þurfi að tryggja þurfi stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þá þurfi að huga að lausafjárstöðu bankanna og er seðlabankinn að undirbúa aðgerðir í þá veru. „Bankarnir þurfa að hafa lausafé til að geta stutt sína viðskiptavini og látið þá hafa lausafé svo þeir geti staðið af sér einhvern tíma þar sem tekjur minnka," segir Ásgeir. Í þriðja lagi þurfi að huga að áhrifum til lengri tíma. Viðbúið sé að lækka þurfi vexti til að bregðast við ástandinu en þeir eru nú í sögulegu lágmarki, eða 2,75%. Næsta vaxtaákvörðun er eftir tvær vikur, eða 18. mars. „Þetta mun þýða meiri samdrátt í framleiðslu á þessu ári en við gerðum ráð fyrir og það hlýtur að leiða til þess að við þurfum að slaka á peningastefnunni," segir Ásgeir. „Það sem er heppilegt núna er að við erum með viðskitpaafgang og stöndum sterk hvað varðar greiðslujöfnuð. Það gefur okkur færi á því að lækka vexti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að krónan veikist." Óljóst er hversu mikil vaxtalækkun gæti verið í kortunum. „Þetta er að breyta öllum hagvatarhorfum fyrir þetta ár en hins vegar eru þetta tímabundin áhrif. Þetta er faraldur sem gengur yfir og hugsun okkar mótast af því." Lausafjárstaða bankanna verður tryggð vegna kórónuveirunnar.Vísir Fyrirtæki standa storminn misvel af sér Aðgerðirnar til að hefta útbreiðslu veirunnar eru í raun það sem eru að koma illa við efnahagslífið. Starfsfólk og jafnvel heilu fyrirtækin eru í sóttkví og ferðatakmarkanir í gildi. Ásgeir telur að ferðaþjónustan taki aftur við sér þegar faraldurinn er genginn yfir. „Væntanlega er það mismunandi á milli fyrirtækja hversu vel þau geta staðið þetta af sér og þess vegna skiptir mjög miklu máli að það séu nægilegir lausir fjármunir og fyrirgreiðsla til reiðu." Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að unnt sé að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. „Ferðalög í heiminum eru að dragast saman og það mun hafa áhrif á okkur. Líklega munum við sjá töluverð áhrif á öðrum ársfjórðungi. Minni ferðalög og það þýðir að einhverju leyti minn gjaldeyristekjur," segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Hann segir þjóðarbúið vel statt til að mæta áfallinu. Viðskiptaafgangur var mikill á síðasta ári, eða 172 milljarðar króna, ríkissjóður er lítið skuldsettur og gjaldeyrisforðinn er stór. „Þannig við getum alveg staðið af okkur tímabundin áföll og kórónuveiran er tímabundin," segir Ásgeir. Kórónuveiran mun hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna.Vísir/Vilhelm Undirbúa aðgerðir Seðlabankinn kynnti ráðherrum í gær mögulegar aðgerðir til að bregaðst við áhrifum veirunnar. Í fyrsta lagi þurfi að tryggja þurfi stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þá þurfi að huga að lausafjárstöðu bankanna og er seðlabankinn að undirbúa aðgerðir í þá veru. „Bankarnir þurfa að hafa lausafé til að geta stutt sína viðskiptavini og látið þá hafa lausafé svo þeir geti staðið af sér einhvern tíma þar sem tekjur minnka," segir Ásgeir. Í þriðja lagi þurfi að huga að áhrifum til lengri tíma. Viðbúið sé að lækka þurfi vexti til að bregðast við ástandinu en þeir eru nú í sögulegu lágmarki, eða 2,75%. Næsta vaxtaákvörðun er eftir tvær vikur, eða 18. mars. „Þetta mun þýða meiri samdrátt í framleiðslu á þessu ári en við gerðum ráð fyrir og það hlýtur að leiða til þess að við þurfum að slaka á peningastefnunni," segir Ásgeir. „Það sem er heppilegt núna er að við erum með viðskitpaafgang og stöndum sterk hvað varðar greiðslujöfnuð. Það gefur okkur færi á því að lækka vexti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að krónan veikist." Óljóst er hversu mikil vaxtalækkun gæti verið í kortunum. „Þetta er að breyta öllum hagvatarhorfum fyrir þetta ár en hins vegar eru þetta tímabundin áhrif. Þetta er faraldur sem gengur yfir og hugsun okkar mótast af því." Lausafjárstaða bankanna verður tryggð vegna kórónuveirunnar.Vísir Fyrirtæki standa storminn misvel af sér Aðgerðirnar til að hefta útbreiðslu veirunnar eru í raun það sem eru að koma illa við efnahagslífið. Starfsfólk og jafnvel heilu fyrirtækin eru í sóttkví og ferðatakmarkanir í gildi. Ásgeir telur að ferðaþjónustan taki aftur við sér þegar faraldurinn er genginn yfir. „Væntanlega er það mismunandi á milli fyrirtækja hversu vel þau geta staðið þetta af sér og þess vegna skiptir mjög miklu máli að það séu nægilegir lausir fjármunir og fyrirgreiðsla til reiðu."
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira