Fær bætur eftir að hún fauk í ofsaveðri í Reynisfjöru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2018 06:00 Úr Reynisfjöru. Fólkið á myndinni tengist fréttinni ekki. Vísir/Friðrik Kona, sem slasaðist í Reynisfjöru í hópferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis, fær helming tjóns síns bættan úr ábyrgðartryggingu fyrirtækisins. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að konan slasaðist þegar hún fauk til í ofsaveðri í Reynisfjöru þann 30. október 2014. Tókst hún á loft í einni vindhviðunni og slasaðist meðal annars illa á hendi. Taldi konan að glapræði hefði verið af bílstjóra og leiðsögumanni að halda för áfram í ljósi þess hvassviðris sem var þann dag. Í málinu lá fyrir að vindur var yfir 20 m/s og fór yfir 35 m/s í hviðum á þeim tíma sem slysið átti sér stað. Við Skógafoss höfðu fararstjórar samband við framkvæmdastjóra fyrirtækisins og var afráðið að halda för áfram þrátt fyrir veðurofsann. Þegar í Reynisfjöru var komið fór fararstjórinn úr rútunni. Bar hún því við að hún hefði þá þegar séð hve slæmt veður var og reynt að smala fólki aftur inn í rútuna. Sönnunargildi þess framburðar var metið með hliðsjón af því að vitnisburðurinn var ódagsettur og löngu eftir að slysið átti sér stað. Var það mat ÚNVá að skipuleggjendur og stjórnendur ferðarinnar hefðu sýnt af sér gáleysi með því að hleypa fólki út úr rútunni og niður í fjöru. Bæru þeir því ábyrgð á tjóninu. Konan var hins vegar látin bera helming tjóns síns sjálf þar sem hún hefði kosið að taka áhættuna á að fara niður í fjöru þrátt fyrir veðurhaminn. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Kona, sem slasaðist í Reynisfjöru í hópferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis, fær helming tjóns síns bættan úr ábyrgðartryggingu fyrirtækisins. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að konan slasaðist þegar hún fauk til í ofsaveðri í Reynisfjöru þann 30. október 2014. Tókst hún á loft í einni vindhviðunni og slasaðist meðal annars illa á hendi. Taldi konan að glapræði hefði verið af bílstjóra og leiðsögumanni að halda för áfram í ljósi þess hvassviðris sem var þann dag. Í málinu lá fyrir að vindur var yfir 20 m/s og fór yfir 35 m/s í hviðum á þeim tíma sem slysið átti sér stað. Við Skógafoss höfðu fararstjórar samband við framkvæmdastjóra fyrirtækisins og var afráðið að halda för áfram þrátt fyrir veðurofsann. Þegar í Reynisfjöru var komið fór fararstjórinn úr rútunni. Bar hún því við að hún hefði þá þegar séð hve slæmt veður var og reynt að smala fólki aftur inn í rútuna. Sönnunargildi þess framburðar var metið með hliðsjón af því að vitnisburðurinn var ódagsettur og löngu eftir að slysið átti sér stað. Var það mat ÚNVá að skipuleggjendur og stjórnendur ferðarinnar hefðu sýnt af sér gáleysi með því að hleypa fólki út úr rútunni og niður í fjöru. Bæru þeir því ábyrgð á tjóninu. Konan var hins vegar látin bera helming tjóns síns sjálf þar sem hún hefði kosið að taka áhættuna á að fara niður í fjöru þrátt fyrir veðurhaminn.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira