Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Tíu ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og er fjöldi smitaðra hér á landi því komin upp í tuttugu og sex manns. Seðlabankastjóri segir viðbúið að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa frá veirunni og mun Seðlabankinn tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. Við förum nánar yfir stöðuna vegna kórónuveirunnar í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og heimsækjum meðal annars veirufræðideild Háskóla Íslands og sýnum hvernig kórónuveirusmitin eru greind.

Í fréttatímanum höldum við líka áfram umfjöllun um málefni kvenna með þroskahömlun, en í fréttaskýringaþættinum Kompás sem birtist hér á Vísi á mánudaginn, var greint frá því að íslenskir karlmenn kaupa vændi af hópi þessara kvenna.

Þá förum við yfir niðurstöður forvals Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar, sem fram fór í fjórtán ríkjum í gær. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×