Stjórnvöld verða að grípa inn í Svavar Hávarðsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að gripið verði til opinberra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Niðurstöður úr gagnabanka embættisins sýna að smituðum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum – einkum á það við um sárasótt og lekanda. Þórólfur hefur lagt til að samvinna velferðarráðuneytisins og sóttvarnalæknis við heilbrigðiskerfið, skólakerfið og ýmis grasrótarsamtök, eins og HIV-Ísland og Samtökin 78, verði aukin í þessu skyni. Eins að skipaður verði starfshópur til að gera tillögur um aðgerðir.Þórólfur segir margt koma til greina sem viðbrögð við stöðunni, og þau verði að beinast að þeim hópum þar sem aukningin kemur helst fram – hjá samkynhneigðum karlmönnum. „Það er ákveðin fræðsla sem þarf líka að fara af stað fyrir ungmenni. Hún er í gangi í skólum landsins, en það þarf að skerpa á því starfi. Þetta er þróun sem við sjáum í nálægum löndum, sem er nákvæmlega eins og hér,“ segir Þórólfur og bætir við að það sé greinilegt að kynslóðirnar sem ekki muna óttann vegna HIV-faraldursins hegði sér samkvæmt því. Eins þurfi að tryggja hreinar nálar fyrir sprautufíkla og fjölga hraðgreiningarprófum og endurskipuleggja hvernig hægt er að nálgast fólk sem er smitað. Það sé athyglisvert að einstaklingar eru að greinast með alnæmi, sem er lokastig HIV-sjúkdómsins. „Það bendir til þess að margir einstaklingar geti verið lengi með sýkingu af völdum HIV án þess að hennar verði vart og er það áhyggjuefni. Við verðum að bregðast við þessu,“ segir Þórólfur en bætir við að allt kosti þetta peninga, mannafla og mikla vinnu. „Ég er að kalla eftir því að það verði farið ofan í alla þætti málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að gripið verði til opinberra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Niðurstöður úr gagnabanka embættisins sýna að smituðum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum – einkum á það við um sárasótt og lekanda. Þórólfur hefur lagt til að samvinna velferðarráðuneytisins og sóttvarnalæknis við heilbrigðiskerfið, skólakerfið og ýmis grasrótarsamtök, eins og HIV-Ísland og Samtökin 78, verði aukin í þessu skyni. Eins að skipaður verði starfshópur til að gera tillögur um aðgerðir.Þórólfur segir margt koma til greina sem viðbrögð við stöðunni, og þau verði að beinast að þeim hópum þar sem aukningin kemur helst fram – hjá samkynhneigðum karlmönnum. „Það er ákveðin fræðsla sem þarf líka að fara af stað fyrir ungmenni. Hún er í gangi í skólum landsins, en það þarf að skerpa á því starfi. Þetta er þróun sem við sjáum í nálægum löndum, sem er nákvæmlega eins og hér,“ segir Þórólfur og bætir við að það sé greinilegt að kynslóðirnar sem ekki muna óttann vegna HIV-faraldursins hegði sér samkvæmt því. Eins þurfi að tryggja hreinar nálar fyrir sprautufíkla og fjölga hraðgreiningarprófum og endurskipuleggja hvernig hægt er að nálgast fólk sem er smitað. Það sé athyglisvert að einstaklingar eru að greinast með alnæmi, sem er lokastig HIV-sjúkdómsins. „Það bendir til þess að margir einstaklingar geti verið lengi með sýkingu af völdum HIV án þess að hennar verði vart og er það áhyggjuefni. Við verðum að bregðast við þessu,“ segir Þórólfur en bætir við að allt kosti þetta peninga, mannafla og mikla vinnu. „Ég er að kalla eftir því að það verði farið ofan í alla þætti málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira