Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Svavar Hávarðsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Á áttundu milljón manna búa í Hong Kong sem er í kallfæri við Kína – eins og myndin sýnir. vísir/epa Markaðsrannsókn sýnir mikinn áhuga asískra ferðamanna á beinu flugi til Íslands. Ferðavefritið Anna.aero valdi flugleiðina Keflavík-Hong Kong sem „óflognu flugleið vikunnar“ nýlega og byggði á leitarniðurstöðum frá ferðabókunarrisanum SkyScanner. Þessi niðurstaða er þannig tilkomin að Anna.aero leitaði til Isavia og fór þess á leit að listaðar yrðu upp nokkrar flugleiðir sem Isavia renndi hýru auga til. Þegar sá listi lá fyrir var hann borinn undir SkyScanner sem nýtti gögn sín til að kanna áhuga ferðalanga. Niðurstaðan var að mesti áhuginn var á leggnum á milli milljónaborgarinnar Hong Kong og Íslands, og var leitað 230.000 sinnum að þessari leið á nýliðnu ári. Þess má geta að ferðabókunarsíðan þjónustar rúmlega 60 milljónir manna á hverjum mánuði.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ekkert launungarmál að Isavia hafi sett sér það markmið að reyna að fá flugfélög til að fljúga beint frá Asíu til Íslands. Finnair hefur bráðlega beint flug á milli Helsinki og Keflavíkur sem mun bæta samgöngurnar til Asíu mikið, en beint flug sé vissulega lokatakmarkið. Niðurstaða könnunarinnar staðfesti greinilegan áhuga á Íslandi hjá ferðamönnum í Asíu, en eins megi líta til þeirra tækifæra sem flugleið sem þessi myndi gefa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við að opna nýja ferskfiskmarkaði – og þá jafnvel í Hong Kong. Leiðin yrði alltaf farin á langdrægum breiðþotum, sem geta auðveldlega flutt mikið magn af fiski í beinu farþegaflugi. Í grein Anna.aero er talið líklegast að flugfélagið Cathay Pacific myndi bæta flugleiðinni við leiðakerfi sitt, en félagið flýgur nú þegar til 13 áfangastaða í Evrópu. Eins er minnst á Icelandair. Í því sambandi er þó vert að minnast á yfirlýstan áhuga Skúla Mogensen á því að WOW air tengi Ísland við Asíu – nokkuð sem hann segir að sé „aðeins spurning um tíma“, og verði að veruleika á allra næstu árum. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, víkur að því í viðtali við Anna.aero að nú þegar fjölgi ferðamönnum frá Asíu hratt hérlendis. Hlynur bendir á að þegar flugleiðir frá Asíu eru bornar saman þá tekur aðeins klukkustund lengur að fljúga til Keflavíkur en til Kaupmannahafnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Markaðsrannsókn sýnir mikinn áhuga asískra ferðamanna á beinu flugi til Íslands. Ferðavefritið Anna.aero valdi flugleiðina Keflavík-Hong Kong sem „óflognu flugleið vikunnar“ nýlega og byggði á leitarniðurstöðum frá ferðabókunarrisanum SkyScanner. Þessi niðurstaða er þannig tilkomin að Anna.aero leitaði til Isavia og fór þess á leit að listaðar yrðu upp nokkrar flugleiðir sem Isavia renndi hýru auga til. Þegar sá listi lá fyrir var hann borinn undir SkyScanner sem nýtti gögn sín til að kanna áhuga ferðalanga. Niðurstaðan var að mesti áhuginn var á leggnum á milli milljónaborgarinnar Hong Kong og Íslands, og var leitað 230.000 sinnum að þessari leið á nýliðnu ári. Þess má geta að ferðabókunarsíðan þjónustar rúmlega 60 milljónir manna á hverjum mánuði.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ekkert launungarmál að Isavia hafi sett sér það markmið að reyna að fá flugfélög til að fljúga beint frá Asíu til Íslands. Finnair hefur bráðlega beint flug á milli Helsinki og Keflavíkur sem mun bæta samgöngurnar til Asíu mikið, en beint flug sé vissulega lokatakmarkið. Niðurstaða könnunarinnar staðfesti greinilegan áhuga á Íslandi hjá ferðamönnum í Asíu, en eins megi líta til þeirra tækifæra sem flugleið sem þessi myndi gefa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við að opna nýja ferskfiskmarkaði – og þá jafnvel í Hong Kong. Leiðin yrði alltaf farin á langdrægum breiðþotum, sem geta auðveldlega flutt mikið magn af fiski í beinu farþegaflugi. Í grein Anna.aero er talið líklegast að flugfélagið Cathay Pacific myndi bæta flugleiðinni við leiðakerfi sitt, en félagið flýgur nú þegar til 13 áfangastaða í Evrópu. Eins er minnst á Icelandair. Í því sambandi er þó vert að minnast á yfirlýstan áhuga Skúla Mogensen á því að WOW air tengi Ísland við Asíu – nokkuð sem hann segir að sé „aðeins spurning um tíma“, og verði að veruleika á allra næstu árum. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, víkur að því í viðtali við Anna.aero að nú þegar fjölgi ferðamönnum frá Asíu hratt hérlendis. Hlynur bendir á að þegar flugleiðir frá Asíu eru bornar saman þá tekur aðeins klukkustund lengur að fljúga til Keflavíkur en til Kaupmannahafnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira