Innlent

Ljósmyndari átti að auglýsa iPhone og fór beint til Íslands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Á síðasta ári fékk bandaríski tæknirisinn Apple hóp ljósmyndara til þess að sýna hversu vel myndavélin á iPhone 7 síminn virkar í aðstæðum þar sem lítillar birtu nýtur við.

Einn af ljósmyndurunum, Skotinn Ruairidh McGlynn, ákvað að fara beint til Íslands og ferðaðist hann á hundasleða að næturlagi til þess að ná sem bestum myndum.

„Ísland er vel þekkt fyrir ótrúlegt landslag. Ég vildi ná myndum sem myndu leyfa fólki að sjá Ísland í nýju ljósi, sérstaklega í lítilli birtu,“ sagði McGlynn.

Apple hefur ýtt auglýsingarherferðinni úr vör og má sjá þær myndir sem ljósmyndarnir tóku hér. Myndin hér að ofan er eina myndin frá Íslandi sem er með í herferðinni sem má sjá í 25 löndum víðs vegar um heiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×