Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Snærós Sindradóttir skrifar 26. janúar 2017 07:00 Polar Nanoq hélt úr höfn í vikunni. Vísir/Vilhelm Á meðal sönnunargagna sem lögreglan lagði hald á um borð í togaranum Polar Nanoq í síðustu viku var úlpa þriðja skipverjans, sem handtekinn var nokkrum klukkustundum á eftir þeim tveimur sakborningum sem nú eru í haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að maðurinn hafi gefið sig fram við lögreglu vegna úlpunnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að maðurinn hafi gleymt úlpunni í bílaleigubílnum sem skipsfélagi hans hafði til umráða. Á laugardeginum hafi það hins vegar vakið athygli hans að búið væri að setja úlpuna í þvott, hann hafi þó ekki velt því meira fyrir sér. Þegar Polar Nanoq var svo snúið við á þriðjudag í síðustu viku hafi farið að renna tvær grímur á manninn og hann hafi gefið sig fram við sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, sem tóku skipið og handtóku þá grunuðu miðvikudaginn 18. janúar síðastliðinn. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu og þá staðfesti Grímur Grímsson að búið væri að útiloka aðild mannsins að málinu. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvaða rannsóknargögn voru haldlögð um borð í togaranum en greint hefur verið frá því að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi verið á meðal þess sem fannst við leit lögreglu.Yfirheyrður í gær Í gær fóru fram yfirheyrslur yfir Nikolaj Olsen, öðrum manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu. Nikolaj er skipverjinn sem fór aftur um borð í Polar Nanoq þegar rauði bílaleigubíllinn kom aftur að Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og hálf sjö á laugardagsmorgun. Thomas Møller Olsen, yngri skipverjinn, var yfirheyrður á þriðjudag en hann er talinn hafa keyrt tæplega 300 kílómetra um Reykjanesið á laugardagsmorgni og hent líki Birnu í sjóinn. Þegar Fréttablaðið ræddi við Grím um miðjan dag í gær stóð ekki til að yfirheyra Thomas þann daginn og játningar lágu ekki fyrir í málinu. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa aðstoðað lögreglu við að kanna hafstrauma frá laugardeginum 14. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar lík Birnu fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita. Niðurstaða þeirra hefur leitt til þess að lögregla beinir sérstaklega sjónum sínum að strandlengjunni frá Grindavík til Óseyrarbrúar. Í samtali við Vísi í gær, útskýrði Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni, að ekki væri talið að líkið hefði borist mjög langa leið að þeim stað þar sem það fannst. Birnu var ráðinn baniLögregla verst nær allra frétta af niðurstöðu réttarmeinafræðings um andlát Birnu. Í gær fengust þó upplýsingar um að kennslanefnd ríkislögreglustjóra, í samstarfi við réttarmeinafræðinginn, hefði tekið af allan vafa um að lík Birnu hefði fundist í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Þá sagði Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni, að rannsókn réttarmeinafræðingsins staðfesti að um manndráp væri að ræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Á meðal sönnunargagna sem lögreglan lagði hald á um borð í togaranum Polar Nanoq í síðustu viku var úlpa þriðja skipverjans, sem handtekinn var nokkrum klukkustundum á eftir þeim tveimur sakborningum sem nú eru í haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að maðurinn hafi gefið sig fram við lögreglu vegna úlpunnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að maðurinn hafi gleymt úlpunni í bílaleigubílnum sem skipsfélagi hans hafði til umráða. Á laugardeginum hafi það hins vegar vakið athygli hans að búið væri að setja úlpuna í þvott, hann hafi þó ekki velt því meira fyrir sér. Þegar Polar Nanoq var svo snúið við á þriðjudag í síðustu viku hafi farið að renna tvær grímur á manninn og hann hafi gefið sig fram við sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, sem tóku skipið og handtóku þá grunuðu miðvikudaginn 18. janúar síðastliðinn. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu og þá staðfesti Grímur Grímsson að búið væri að útiloka aðild mannsins að málinu. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvaða rannsóknargögn voru haldlögð um borð í togaranum en greint hefur verið frá því að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi verið á meðal þess sem fannst við leit lögreglu.Yfirheyrður í gær Í gær fóru fram yfirheyrslur yfir Nikolaj Olsen, öðrum manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu. Nikolaj er skipverjinn sem fór aftur um borð í Polar Nanoq þegar rauði bílaleigubíllinn kom aftur að Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og hálf sjö á laugardagsmorgun. Thomas Møller Olsen, yngri skipverjinn, var yfirheyrður á þriðjudag en hann er talinn hafa keyrt tæplega 300 kílómetra um Reykjanesið á laugardagsmorgni og hent líki Birnu í sjóinn. Þegar Fréttablaðið ræddi við Grím um miðjan dag í gær stóð ekki til að yfirheyra Thomas þann daginn og játningar lágu ekki fyrir í málinu. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa aðstoðað lögreglu við að kanna hafstrauma frá laugardeginum 14. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar lík Birnu fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita. Niðurstaða þeirra hefur leitt til þess að lögregla beinir sérstaklega sjónum sínum að strandlengjunni frá Grindavík til Óseyrarbrúar. Í samtali við Vísi í gær, útskýrði Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni, að ekki væri talið að líkið hefði borist mjög langa leið að þeim stað þar sem það fannst. Birnu var ráðinn baniLögregla verst nær allra frétta af niðurstöðu réttarmeinafræðings um andlát Birnu. Í gær fengust þó upplýsingar um að kennslanefnd ríkislögreglustjóra, í samstarfi við réttarmeinafræðinginn, hefði tekið af allan vafa um að lík Birnu hefði fundist í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Þá sagði Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni, að rannsókn réttarmeinafræðingsins staðfesti að um manndráp væri að ræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00
Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57